Laugardagur 5. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Er með vinnustofu en finnst best að mála heima

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elsa Nielsen er grafískur hönnuður sem eyðir frístundum í að spila golf eða mála myndir á striga. Elsa var þekkt badmintonstjarna á árum áður og fór ekki bara einu sinni, heldur tvisvar sinnum á Ólympíuleikana fyrir Íslands hönd með badmintonspaðann sinn. Við litum í heimsókn til Elsu, sem býr á Nesinu ásamt fjölskyldu sinni, og fengum að vita hvaða hlutir á heimilinu eru í mestu uppáhaldi hjá henni.

„Þetta eru bestu skór sem ég hef átt og ég kaupi mér nýja eins á hverju ári, þeir eru bara svo mjúkir og þægilegir að ég kaupi mér alltaf aðra og aðra.“

„Málverk eftir Ella sem mér þykir fallegt en hvíta húsið er í miklu meira uppáhaldi því dóttir mín bjó það til og gaf mér, þetta er húsið okkar fjölskyldunnar. Húsið sem við búum í.“

- Auglýsing -

„Maðurinn minn gaf mér trönurnar að gjöf fyrir mörgum árum, ég var ekkert allt of ánægð með þær til að byrja með því ég átti aðrar litlar trönur sem ég sagði að gætu dugað en … ég elska þessar stóru trönur! Ég get málað miklu stærri verk og þetta er án efa sá hlutur sem ég held mest upp á hér á heimilinu. Ég er með vinnustofu en svo finnst mér bara best að mála heima.“

„Hljóðkúlurnar sem eru hönnun Bryndísar Bolladóttur eru uppáhalds í stofunni og auðvitað líka páfagaukurinn okkar fjölskyldunnar.

- Auglýsing -

„Skissubókin mín og nokkrar af þeim myndum sem ég teiknaði þegar ég ákvað að gera eina mynd á dag eitt árið. Ég hef gert almanök, rúmföt og fleira þar sem ég nota myndir úr þessu hressandi og jafnframt krefjandi verkefni því undir lok árs fannst mér ég vera búin að teikna allt.“

Börnin hennar Elsu eru að sjálfsögðu með rúmföt hönnuð af mömmu sinni og yfir rúminu hangir svo málverk eftir Elsu sem hún málaði fyrir dóttur sína sem valdi sjálf litina í verkið.

„Þegar ég keppti í badminton á Ólympíuleikunum fékk ég hring sem ég týndi og sá mjög eftir. Þegar ég rakst síðan á þennan hring í verslun keypti ég mér hann því hann minnti mig svo á þann sem ég týndi. Armböndin eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -