Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Fagurkerinn Inga Bryndís

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við Bræðraborgarstíg í miðbæ Reykjavíkur stendur einstaklega fallegt hús sem arkitektinn Ágúst Pálsson teiknaði.

Í stofunni er fallegur sérsmíðaður arinn.

Hjónin Inga Bryndis Jónsdóttir og Birgir Örn Arnarsson hafa búið í húsinu í þrjú ár ásamt fjölskyldu sinni en þau hafa á þeim tíma gert töluverðar endurbætur á húsinu.

Lofthæðin er mikil í þessu smarta húsi og fallegir, stórir gluggar hleypa birtunni inn. Í stofunni er mjög fallegur arinn sem þau létu sérsmíða en fjölskyldan eyðir reglulega góðum tíma fyrir framan hann og hefur það notalegt saman.

Inga Bryndis er mikill fagurkeri og annáluð smekkkona en hún og vinkona hennar, Kristín Sigurðardóttir, eiga fallegu verslunina Magnolia design á Skólavörðustíg.

Þegar blaðamaður og ljósmyndari mættu til Ingu Bryndísar á Bræðraborgarstíginn var hún búin að skreyta heimilið hátt og lágt og dekka upp glæsilegt hátíðarborð en stór viðarhjörtu voru áberandi skraut og settu eilítið rómantískan jólablæ á heimilið.

Inga Bryndís segir að hennar draumaheimili sé þar sem hún búi hverju sinni og aðspurð um jólahefðir fjölskyldunnar svarar hún einlæg: „Rjúpur, jólagrautur, lifandi jólatré, stórfjölskyldan, kossar og knús.“

Og að lokum ef þú mættir óska þér hvers sem er í jólagjöf hvað myndi það vera? „Ást og friður.“

- Auglýsing -
Inga Bryndís var búin að skreyta heimilið hátt og lágt þegar blaðamaður og ljósmyndari mættu á staðinn.

Fleiri myndir frá þessu fallega heimili má sjá í Hátíðarblaði Húsa og híbýla sem fæst á öllum sölustöðum.

Umsjón / Þórunn Högna
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -