Flott í ferðalagið

Deila

- Auglýsing -

Danska hönnunarhúsið HAY kynnti nýverið vörur sem komnar eru á markað. Þar á meðal eru ferðamál sem hönnuð eru af arkitektinum George Sowden en hann hefur áður hannað vörur fyrir HAY líkt og kaffi- og tekatla, salt og piparkvarnir, flöskur og geymslubox. Sowden nam arkitektúr á áttunda áratugnum og fluttist að námi loknu til Mílanó og vann þar meðal annars með Ettore Sottsass og Olivetti. Á níunda áratugnum stofnaði hann svo Memphis Group ásamt öðrum. Einnig hefur hann unnið til margra verðlauna fyrir verk sín, þar á meðal hin eftirsóttu Compasso d‘Oro-verðlaun. Í dag býr hann enn og starfar í Mílanó. Ferðamálið er framleitt úr stáli, með plastloki og fæst í tveimur stærðum, 0,35 l og 0,5 l. Hægt er að velja um þrjá liti, grænan, gráan og bleikan. Ferðamálið heldur bæði heitu og köldu og því tilvalið í ferðalög sumarsins jafnt sem í vinnuna.

- Advertisement -

Athugasemdir