- Auglýsing -
Förðunarfræðingurinn og smekkkonan Harpa Káradóttir hefur sett íbúð sína á sölu. Hún segir frá því á Instagram og deilir myndum af fallega heimilinu.
Um 120 fermetra íbúð í póstnúmeri 104 er að ræða, ásett verið er 57,9 milljónir.
Íbúðinni er afar smekkleg en hún var tekin í gegn árið 2015. Þá var skipt var um öll gólfefni og baðherbergi og eldhús algerlega endurnýjað. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar.
Í færslu Hörpu á Instagram segir hún að sá sem muni fjárfesta í eigninni verði heppinn. „Íbúðin mín fer á sölu á morgun. Það er búið að vera dásamlegt að búa þarna í rúm 4 ár en nú ætlum við Katla og Gummi að taka dáldið stórt skref og færa okkur í Fossvoginn. Þar höfum við fundið draumahúsið. Mér þykir afar vænt um þessa íbúð og sá sem flytur næst inn verður mjög heppinn að mínu mati.“