Laugardagur 5. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

IKEA-vörur Jónu Berglindar slá í gegn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Litadýrð og gleði einkenna nýjar vörur sem textílhönnuðurinn Jóna Berglind Stefánsdóttir hannar fyrir sænska risann IKEA. Í samtali við Hús og híbýli segir hönnuðurinn að vörunum hafi verið einstaklega vel tekið og nú sé von á fleiri.

RESENSTAD mottan.

„Þær hafa verið alveg frábærar,“ segir Jóna Berglind, spurð út í viðtökurnar. „Kúnnar hafa meira að segja verið að senda mér myndir af mottunum. Það er ótrúlega gaman að fólk skuli vera svona ánægt með þetta.“

Jóna Berglind hannaði PILLEMARK og RESENSTAD motturnar sem nú eru komnar í sölu hjá IKEA, en línan samanstendur af vörum sem eru litríkar og glaðlegar og undir áhrifum hinnar svokölluðu bauhaus stefnu. „Já, það er óhætt að segja að þær séu litríkar og glaðlegar og alveg í takt við minn persónulega stíl,“ segir Jóna Berglind og tekur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem hún hanni fyrir jafn stórt fyrirtæki á alþjóðavísu og IKEA.

„Nokkrum vikum seinna fékk ég skilaboð um að þau hefðu valið mig úr hópi umsækjenda og í kjölfarið hef ég unnið að alls konar skemmtilegum verkefnum hjá IKEA.“

Hvernig kom það til? „Ég lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og starfaði við það í smá tíma. Síðan lærði ég textíl við Myndlistaskólann í Reykjavík og þaðan fór ég í meistaranám til Svíþjóðar í The Swedish School of Textiles. Í gegnum þann skóla bauðst mér starfsnám Í hönnunardeild IKEA,“ segir hún. „Fyrirtækið var á höttunum eftir nýútskrifuðum textílhönnuðum og ég ákvað að senda þeim möppu með þremur verkefnum sem ég hafði unnið í skólanum. Nokkrum vikum seinna fékk ég skilaboð um að þau hefðu valið mig úr hópi umsækjenda og í kjölfarið hef ég unnið að alls konar skemmtilegum verkefnum hjá IKEA, meðal annars þessum PILLEMARK og RESENSTAD mottum sem nú eru komnar á markað.“

Spennandi að hanna fyrir stórfyrirtæki

Jóna Berglind fer ekki í grafgötur með það að það sé spennandi og lærdómsrikt að hanna fyrir jafn stórt og virt fyrirtæki og IKEA. „Það er mjög áhugavert að fá að vinna að fjölbreyttum verkefnum og með ólíkum vöruhönnuðum og auðvitað frábært að geta leitað til þeirra sem gera prótótýpur af vörunum og fá að sjá sýnishorn og handleika það,“ segir hún. „Ég hef fengið tiltölulega frjálsar hendur hjá fyrirtækinu, en innan vissra marka. Stundum fæ ég til dæmis send skrifleg fyrirmæli um að breyta einhverju smá eða aðlaga það þannig að ferlið í kringum þróun hverrar vöru snýst að miklu leyti um samtal og samstarf.“

- Auglýsing -

Hún segir að eðlilega hafi sumt komið á óvart í samstafinu við fyrirtækið. „Það kom mér til dæmis svolítið á óvart hvað það leið langur tími frá því ég hannaði fyrrnefndar vörur og þar til þær komu fyrir sjónir almennings,“ nefnir hún. „Ég vann að þessum meðan á starfsnáminu stóð, það er að segja frá febrúar til júlí á síðasta ári og núna er þær loks komnar í sölu.“

PILLEMARK regnbogamottan.

Jóna Berglind tekur þó fram að auðvitað fari síðan mismikill tími í hönnun hverrar vöru. „Sumt tekur lengri tíma en annað. PILLEMARK regnbogamottan tók minni tíma en til dæmis RESENSTAD mottan. Þetta er bara breytilegt eftir vörum.“

Talandi um það, er von á fleiri vörum sem þú hefur hannað í samtarfi við IKEA? „Já já, það á eftir að koma eitthvað meira á markað af því sem ég hef gert fyrir IKEA,“ segir hún glaðlega. „Við sjáum svo hvað setur þegar fram líða stundir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -