Laugardagur 5. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Íslenskir hönnunarlampar sækja í sig veðrið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rammagerðin státar af miklu úrvali hönnunarvara og listmuna frá íslenskum hönnuðum. Lampar eftir keramíkhönnuðinn Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur hafa vakið verðskuldaða athygli en þeir bera heitið Ljósberar og minna einna helst á skúlptúr.

Lamparnir fást í Rammagerðinni.

Hugmyndin að hönnun þeirra kviknaði í samtali Ragnheiðar við vinkonu sína um eftirlætisblóm. Þá segist Ragnheiður hafa áttað sig á því að hún ætti sér ekkert uppáhaldsblóm en þykkblöðungar hafi alltaf heillað hana, en það eru plöntur sem þola og þurfa mikið sólskin. Umgjörð lampanna er eins konar eilífðarlauf og ljósið sjálft er eins og afleggjari á leið út í lífið. Lamparnir eru handgerðir og er hver lampi því einstakur á sinn hátt. Hægt er að skoða úrvalið í verslun og á heimasíðu Rammagerðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -