Þriðjudagur 23. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Létu drauminn rætast

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skammt utan við ys og þys höfuðborgarsvæðisins stendur fallegt timburhús á gróinni lóð. Þar búa heiðurshjón í sannri sveitarómantík.

Landsvæðið sem húsið stendur á hefur verið sumarhúsabyggð um margra áratuga skeið. Húsið sem um ræðir var forsmíðað og flutt í heilu lagi á lóðina árið 1991 en áður hafði staðið þar töluvert eldra hús sem var komið til ára sinna og því rifið. Gamla húsið hafði þjónað sínum tilgangi vel en áður tíðkaðist að fólk flutti í sumarhúsið yfir sumartímann og aftur í bæinn á haustin.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Hjónin sem við heimsóttum höfðu lengi dreymt um að eignast sumarhús á svæðinu og höfðu athugað þann möguleika að fá lóð og byggja á svæðinu en engar lóðir voru í boði. Það heyrði til undantekninga að sumarhús á svæðinu væru til sölu þar sem mörg þeirra hafa gengið í erfðir en var það fyrir tilviljun eina að hjónunum bauðst húsið til kaups árið 2014. Þau voru ekki lengi að hugsa sig um enda biðin búin að vera löng eftir sumarhúsi. Þeim líkaði hins vegar veran þar svo vel að þau ákváðu að flytjast búferlum og hafa búið alfarið í húsinu síðan.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Handlagin hjón

Eftir kaupin á húsinu hófust hjónin fljótt handa við að stækka húsið og breyta innra skipulaginu. Eldhúsið sem áður hafði verið í lokuðu rými var flutt fram og svefnherbergi komið fyrir þar sem áður hafði verið eldhús. Einnig byggðu þau litla viðbyggingu við húsið og fengu þannig betri stofu. Húsið hefur vaxið og breyst með eigendunum og breyst í tímans rás en það má segja að þess háttar breytingar séu einkennistákn íslenskrar byggingararfleifðar allt frá því að fyrsti torfbærinn var byggður. Hjónin eru þekkt fyrir að vera afar handlagin og fellur þeim sjaldnast verk úr hendi en ásamt breytingum á íbúðarhúsinu hafa þau byggt á lóðinni hænsnakofa, verkfæraskúr og gróðurhús ásamt því að hafa gert upp gestahús sem fyrir var.

Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Húsmóðirin nostrar við heimilið innandyra á meðan hann vinnur úti en hún er þekkt fyrir einstaklega vandað og fallegt handverk og gefur það heimilinu rómantískan blæ. Kyrrð og ró ríkir yfir svæðinu og fuglalífið er einstakt. Við kveðjum hjónin og fallega heimilið þeirra sem sveipað er sönnum ævintýraljóma.

- Auglýsing -
Mynd / Heiðdís Guðbjörg
Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -