• Orðrómur

Listafólk lætur til sín taka í heimsfaraldri

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fólk deyr ekki ráðalaust í miðjum heimsfaraldri og hafa margir reynt að skapa sér atvinnu á meðan reglur um fjöldatakmarkanir hafa staðið sem hæst.
Ruth Ingólfsdóttir, hárgreiðslukona og kennari, var ekki lengi að sjá tækifærin og nýtti tímann vel í fyrri og seinni bylgju faraldursins. Hún virkjaði sköpunarkraftinn og úr varð merkið Watercolor By Ruth þar sem hún málar fallegar, stílhreinar myndir með vatnslitum.

Mynd / Ruth Ingólfsdóttir

Ruth hefur góðan grunn í myndlist og hefur sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskóla Kópavogs í gegnum tíðina sem hefur nýst henni vel í því sem hún gerir í dag. Þetta hefur þróast hratt hjá henni og samanstendur úrvalið nú af dagatölum, veggspjöldum með íslenska stafrófinu og nýjustu viðbótinni tækifæriskortum og merkimiðum.

- Auglýsing -

Mynd / Ruth Ingólfsdóttir

Fyrir áhugasama má fylgjast með Ruth á samfélagsmiðlum, watercolorbyruth, og á heimasíðunni watercolorbyruth.is. Stöndum saman og styðjum við bakið á íslensku listafólki.

 

- Auglýsing -

 

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Ég er einhver mesti plöntumorðingi landsins“

Viktoría Hermannsdóttir er 33 ára sjónvarpskona, alin upp í Breiðholti. Hún hefur lokið námi í mannfræði og...

Ingileif Friðriksdóttir – flokkar alltaf sokkana á heimilinu

Við fengum Ingileif Friðriksdóttur til þess að svara spurningum fyrir okkur síðla árs 2020 og hér birtum...

Einfaldar páskaskreytingar

Það þarf ekki að vera flókið að útbúa páskalega skreytingu með fremur litlu tilstandi. Nóg getur verið...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -