Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Minni sóun, betri nýting og tilraunakennd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir hátíðarblaðið fengum við þrjá hönnuði til þess að horfa yfir veginn 2019/2020. Það eru Hafsteinn Júlíusson, Auður Gná Ingvarsdóttir og Bríet Ósk Guðrúnardóttir.

 

Þau fengu m.a. öll spurninguna: Hvað telurðu að sé mesta áskorunin fyrir hönnuði og arkitekta á næstu árum?

Þetta eru svör þeirra:

Bríet: „Mér þætti áhugavert að sjá meiri sjálfbærni, að hönnuðir og arkitektar muni í meira mæli nýta þá hluti sem eru nú þegar til staðar, held að þeir muni sjá tækifærin í því sem til er. Mér finnst allt of mikið af því að fólk sjái ekki möguleikana í því sem það á heimafyrir og vilji henda öllu út.“

Hafsteinn: „Að vera „orginal“ og að hrinda í framkvæmd nýjum og ferskum hugmyndum sem hafa ekki sést áður. Leita eitthvað lengra en á Pinterest, fá innblástur úr öðrum áttum og prófa eitthvað sem er tilraunakennt. Ég segi oft að mælikvarði á góða og framúrstefnulega innanhússhönnun sé þegar þú þarft smátíma til að að átta þig á hvort eitthvað sé fallegt, sem þýðir það að þú hefur væntanlega ekki séð það áður, að hönnunin komi notendum skemmtilega á óvart.“

Auður: „Helsta áskorunin er og verður umhverfið, að nota hönnun og arkitektúr til að stuðla að betri nýtingu og að betur sé farið með jörðina. Þetta er að verða gömul saga og ný, en fólk verður að fara að hugsa út í að við getum ekki lengur hlaupið til og keypt hluti og losað okkur svo við þá eftir nokkur ár, þannig að næsta trend verður vonandi ákveðin nægjusemi, mínimalismi gæti bara farið að koma aftur. Hönnun á húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimili er líka að breytast meira í þá átt að hlutir eru ekki fjöldaframleiddir. Sumir hönnuðir eru farnir að gera hluti og húsgögn sem eru næstum á mörkum myndlistar og hönnunar og endurvinnsla þarf að eiga sér stað. Í dag er til dæmis hægt að kaupa teppi sem framleidd eru eingöngu úr fiskinetum sem tekist hefur að hreinsa úr sjó. Náttúruleg efni eins og korkur á mikið inni og kemur vonandi til með að sjást meira og svona mætti lengi halda áfram.“

- Auglýsing -

Kíktu í hátíðarblað Húsa og híbýla þar sem Hafsteinn, Auður og Bríet horfa yfir farinn vel og spá í það sem er framundan í faginu.

Sjá einnig: Hátíðarblaðið er komið út: Fjölbreytt innlit og litið yfir farinn veg

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -