Sækja innblástur í japanskan arkitektúr

Deila

- Auglýsing -

Japanir líkt og Finnar eru þekktir fyrir gríðarlega þekkingu á notkun timburs í byggingariðnaði. Þau áhrif hafa teygt anga sína til annarra heimsálfa. Í japönskum arkitektúr er efniskenndin alls ráðandi þar sem hvert og eitt efni fær að njóta sín og formin eru einföld. Náttúrunni er leyft að flæða inn og skilin á milli þess sem er úti og þess sem er inni eru oft óljós. Þessi áhrif má einnig sjá í innanstokksmunum og í list líkt og leirlist en aðrar þjóðir eru farnar að líta í auknum mæli til Japans í þeim efnum.

- Advertisement -

Athugasemdir