Þriðjudagur 21. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

„Það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn nokkrum sinnum til að hann líktist mér almennilega“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Húmoristinn Brynjar Níelsson segist hafa tekið eftir því „að góðvinur minn, Sigmundur Davíð, er að skemmta sér vel á minn kostnað þessa dagana. Eftir að hann setti fram áskorun á fésbókinnni, með mynd að Harrison Ford, um að ég yrði þulur í Júróvisjón, hefur ekki verið stundlegur friður.“

Brynjar var afar ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. „Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí. Soffía hefur sagt að það sé ekkert líkt með mér og Harrison Ford nema harðlífissvipurinn, sem er að vísu nokkuð áberandi hjá okkur báðum.“
Hann bætir því við að „það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist mér almennilega.“
Brynjar telur samt ólíklegt að RÚV ráði hann til starfa:
„En það eru nokkur vandkvæði við þessa áskorun. Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu „All kinds of Everything“ og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -