Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
0.1 C
Reykjavik

Þetta græddu Bubbi og Hrafnhildur í fyrra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þykir í seinni tíð vera afar klókur í viðskiptum . Ein matarhola hans er að selja textaverk sín sem njóta mikilla vinsælda. Um er að ræða innrammað uppkast að hinum ýmsu frumtextum sem hann hefur samið í gegnum tíðina.

Dýrustu verkin kosta 85 þúsund krónur. Heildar söluverðmæti verkanna er 46 milljónir króna. Þetta er þriðja árið sem Bubbi rær á þessi mið. Það munar um minna inn í heimilisreksturinn.

Tónlistarmaðurinn Bubbi er oft kallaður kóngurinn og það er ekki að ástæðulausu. Samkvæmt Viðskiptablaðinu græddi félag hans og eiginkonu hans, Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, 38 milljóna hagnaði í fyrra. Launakostnaður félagsins voru 10 milljónir króna.

Bubbi hefur undanfarið sætt ofsóknum ákveðins hóps á samfélagsmiðlum vegna samvinnu hans við Auðunn Lúthersson. Lag þeirra Tárin falla hægt fer með himinskautum í vinsældum og er vinsælasta lagið á Spotify. Svo virðist sem hluti dagskrármanna á Rás 2 hafi tekið sig saman um að slaufa Auði áfram og sniðganga lagið.

Sakir Auðuns eru óljósar en hann er sagður hafa stigið yfir mörk stúlkna. Hann hefur frá því málið kom upp leitað til sálfræðings og unnið í sjálfum sér. Eftir að lagið kom út fóru heykvíslarnar aftur á loft og nú á að fella sjálfan kónginn.

- Auglýsing -

Bubbi lokaði Twitterreikningi sínum á flótta undan því hyski sem situr sjálfskipað í dómstóli götunnar. En Bubbi nýtur einnig víðtæks stuðnings fyrir að hafa þann kjark að vinna með Auðunni og samþykkja ekki aftöku án dóms og laga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -