Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Elísabet hefur í nógu að snúast í sumar: „Þær verða dýrmætar þegar ég verð orðin fræg og sæt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Kristín Jökulsdóttir, ljóðskáld og rithöfundur lætur ekki deigan síga í sumar, þrátt fyrir veikindi sem hafa hrjáð hana undanfarið. Framundan er myndlistarsýning og framkoma á listahátíð á Tálknafirði.

Mannlíf tók Elísabetu tali í dag og ræddi við hana um það sem er framundan hjá henni á næstunni.

Þú ert að koma fram á listahátíð fyrir vestan ekki satt?

„Heyrðu það er listahátíð sem heitir Dunhagi og er í gangi yfir sumarið á Tálknafirði. Þangað koma rithöfundar og tónlistarmenn og allt í gangi. Þetta er í tengslum við veitingahúsið Dunhaga þannig að maður lifir í vellystingum. Ólafur Sveinn Jóhannesson, ungur rithöfundur frá Tálknafirði verður í því hlutverki að spyrja mig spjörunum úr um mín verk.“

Er þetta í fyrsta skiptið sem þú kemur fram í Dunhaga?

„Heyrðu ég kom í hittiðfyrra og las upp úr mínum verkum, þá var Hlín Agnarsdóttir spyrjandi og ég las meðal annars ljóð sem Vestfirðingar elska og heitir Vestfirðingur. Ofboðslelga fallegt þar, gisti eina nótt en nú fæ ég að vera fjórar nætur. Þetta er sennilega eina ferðin mín í sumar því svo verð ég heima að hvíla mig,“ sagði Elísabet og skellti upp úr og bætti við: „Eins og ég get gert það.“

- Auglýsing -

En svo minnist Elísabet snöggvast á heilsuna sem hefur oft verið betri.

„Ég er svo skrítin, reyni bara að mæta í flugvélina og er svo leidd áfram á upplesturinn. En ég hlakka rosalega til, ekki endilega að keyra vegina, en ég er að fást við nýrað. Þetta er ekki alveg eins og það á að vera, svo ég er enn í rannsóknum.“

En hvernig leikur lífið við þið Elísabet í augnablikinu, svona fyrir utan heilsubrestinn?

- Auglýsing -

„Bara vel, ég er mjög hamingjusöm, fór í bæinn í gær, heimsótti ömmustrákinn og langömmubarnið og Lindu Vilhjálms vinkonu mína og skáld. Og svo fór ég á völlinn og sá Stjörnuna bursta FH 5-0!“

Já ertu Stjörnukona?

„Já sonur minn Jökull er aðalaþjálfari meistaraflokks svo auðvitað held ég með Stjörnunni.“

Elísabet er eins og allir ættu að vita, kona fjölbreyttra hæfileika en eftir fáeina daga heldur hún myndlistasýningu.

„Ég held pöddusýninguna í júlí og vonandi koma einhver barnabörn í heimsókn. Hin göfuga pöddusýning opnar 3. júlí klukkan 16:00 á Bókaafni Hveragerðis.

Bíddu við, hvað meinarðu með pöddusýningu?

„Ég málaði 30 pöddumyndir því ég upplifði mig sem pöddu í lélegu ástarsambandi. Þetta er sölusýning og ég býð öllum að koma austur fyrir fjall og festa kaup á sinni pöddu. Þær verða dýrmætar þegar ég verð orðin fræg og sæt.“

Hér eru tvö pöddudæmi:

Ein paddan hennar Elísabetar.
Ljósmynd: Aðsend
Hallgrímur Helgason ku vera hrifin af þessari pöddu.
Ljósmynd. Aðsend

Mannlíf óskar Elísabetu alls hins allra besta í sumar sem og á öðrum árstíðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -