Laugardagur 18. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Agnes er sloppin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri. Staða hennar sem réttkjörins biskups bar dregin í efa eftir að undirmaður hennar, framkvæmdastjóri Biskupsstofu, framlengdi ráðningu hennar um eitt ár, án vitundar Kirkjuþings.

Harðar deilur hafa staðið innan Þjóðkirkjunnar vegna þessa. Margir hafa talið Agnes vera umboðslausa og allar athafnir hennar í embætti vera ólögmætar. Þetta var eitt af stóru málunum á Kirkjuþingi sem samþykkti að framlengja ráðningarsamninginn fram að því að hún hættir á næsta ári. Þar með er búið að höggva á hnútinn og taka af allan vafa. Agnes var í viðtali í Silfrinu þar sem hún lýsti létti sínum með úrslit málsins.

Mesta spennan er nú um það hver verði arftaki Agnesar á biskupsstóli. Í þeim efnum eru margir að setja sig í stellingar og reiknað með harðri baráttu um biskupsstólinn …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -