Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Kristján Þórður sjóðheitur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfylking fer sem fyrr með himinskautum í fylgi ef marka má skoðanakannanir. Undanfarin misseri hefur flokkurinn verið með um og yfir 30 prósent fylgi sem er það besta sem gerst hefur síðan Össur Skarpéðinsson stýrði flokknum og halaði inn 32 prósent kjósenda. Nú er það Kristrún Frostadóttir sem stýrir skútunni og stefnir í stórsigur.

Þessi staða er áhuyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem er að malla með um 20 prósent í skoðanakönnunum. Engu breytti þótt Bjarni Benediktsson stigi til hliðar og afhenti Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðuneytið og færði sig í aftursætið með stýrið. Þrautagangan heldur áfram.

Ljóst er það bíður forystu Samfylkingar mikið verkefni að manna lista með sterkum kandídötum. Eftir að Helga Vala Helgadóttir hrökklaðist úr þingflokknum og af Alþingi hafa opnast tækifæri í Reykjavík. Víst er talið að Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður verði oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna og Kristrún formaður í hinu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og einn varaforseta ASÍ, er á meðal þeirra sem nefndir eru sem þingmannsefni. Hann er sjóðheitur og talinn líklegur til að styrkja þingflokkinn sem hefur verið sundurleitur.

Nær öruggt er talið að Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, mun taka slaginn í Kraganum. Þar er fyrir á fleti Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sem er ekki á förum. Þarna er því oddvitaslagur í uppsiglingu. Guðmundur Andri Thorsson er einnig nefndur til sögu en stemmningin í kringum hann er ekki mikil. Hann þykir vera betri rithöfundur en stjórnmálamaður ..

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -