Laugardagur 13. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Sigmar skammar Lilju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólgan í kringum Ríkisútvarpið og Eurovision fer vaxandi fremur en hitt eftir að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri steig fram á sviðið og sagði að sigurvegarinn í Söngvakeppninni á Íslandi hefði það nokkurn veginn á valdi sínu hvort Ísland yrði á meðal þátttakenda í Eurovision í Svíþjóð í vor. Sumum þótti þetta ráðslag stjórnenda RÚV lítilmannlegt en aðrir dáðust að klókindum Stefáns við að koma sér undan ábyrgð.

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra er ráðherra RÚV. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að Stefán og félagar ættu að hafa samráð við ráðamenn þjóðarinnar áður en svo stólr ákvörðun sem að hætta þátttöku yrði tekin. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, sem seint verður talinn verndari hinna stríðshrjáðu, yrði að vera með í ráðum. Þetta telur Sigmar Guðmundsson, alþingismaður Viðreisnar og fyrrverandi starfsmaður RÚV, vera fráleitt.  Hann segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja sé afar miklum villigötum.

„Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum,“ skrifar hann.

Hið skondna í málinu er að yfirgnæfandi  líkur eru á því að Palestínumaðurinn Bashar Murad í samvinnu við Hatara sigri keppnina hér heima á vængjum samúðarfylgis. Hann mun nánast örugglega vilja mæta til leiks í Svíþjóð og storka kúguruum sínum. Óvíst er að Bjarni og félagar vilji standa fyrir því að senda einn af höfuðóvinum Ísraels í Eurovision sem fulltrúa Íslands. Þá er líklegt að andúðin á stríðsrekstri og meintu þjóðarmorði á Palestínumönnum auki möguleika á sigri Íslands í aðalkeppninni og styrki þannig málstað hinna hrjáðu …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -