Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Vantraust vofir yfir Svandísi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra glímir nú við stærri vanda en nokkru sinni fyrr á pólitískum ferli sínum. Sjálfstæðismenn eru í hefndarhug eftir að úrskurður Umboðsmanns Alþingis um lögbrot ráðherrans tengt hvalveiðibanninu féll.

Þrýst er á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að fara Bjarnaleiðina og hrókera Svandísi úr embætti sjávarútvegsráðherra og yfir í veigamenna embætti. Þar er nærtækast að hún skipti við Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra. Þau hrossakaup myndu gleðja marga stærri aðila í sjávarútvegi sem mega vart til þess hugsa að hafa Svandísi áfram í ráðuneyti sinna mála og vilja raunar helst að Sjálfstæðisflokkurinn fái ráðuneytið. Óljóst er hvað Katrín gerir í stöðunni en víst er talið að hún hafi haft fullt samráð við Svandísi um hið fyrirvaralausa bann og beri þannig fulla ábyrgð á stöðu málsins.

Fari svo að Svandís sitji sem fastast má víst telja að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er að aðrir innan stjórnarandstöðunnar beri fram vantraust á hana. Sjálfstæðismenn eiga þá ekki annan kost en taka undir þá kröfu og tryggja þannig að Svandís yrði felld. Afleiðingin getur þá ekki orðið önnur en sú að ríkisstjórnin spryngi með hvelli …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -