Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ágreiningur í samböndum er eðlilegur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Sara Dögg Eiríksdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá Samskiptastöðinni

Ágreiningur í samböndum er eðlilegur og náttúrulegur partur af sambandinu. En hvað skal gera þegar ágreiningur kemur upp? Hér eru nokkrir góðir punktar.

  1. Æfðu þig í að róa þig niður. Þegar upp kemur ágreiningur í samböndum er oft gott að taka smá pásu áður en allt fer í háaloft. Taktu stutta gönguferð, farðu í róandi bað, lestu bók í stutta stund, eða gerðu það sem virkar fyrir þig til að róa þig niður. Þegar við verðum reið eða æst þá virkar rökhugsunin ekki alveg sem skyldi og oft á tíðum endar þetta eins og sandkassaslagur og orð eru látin flakka sem hefði mátt sleppa. Við viljum forðast það. Það getur verið gott að taka sér um það bil 15-20 mín pásu.
  2. Þegar þú byrjar að ræða aftur það sem olli ágreiningi, reyndu að fara rólega inn í umræðuefnið. Forðastu að ásaka! Notaðu frekar „ég skilaboð“: Ég hef tekið eftir því að…, stundum þegar ég… eða mér finnst stundum að…
  3. Reyndu að laga og róa aðstæður. Notaðu fyrirfram ákveðnar setningar eins og, leyfðu mér að umorða þetta, mér finnst eins og þú skiljir mig ekki alveg núna, fyrirgefðu að ég var svona reið/ur. Með því að nota þetta orðalag ertu að reyna laga, það bæði róar niður og bætir aðstæður.
  4. Hlusta, hlusta og hlusta! Ekki byrja á því að búa til setningu í huganum eða svar við því sem maki þinn er að segja. Hlustaðu á hvað hann er raunverulega að segja. Það er allt í lagi að leiða hugann að því hvort rifrildið snúist um eitthvað annað og dýpra. Hverjir eru raunverulegir draumar og þrár maka þíns. Hverjir eru þínir?
  5. Reyndu að skilja maka þinn með því að sýna honum það, reyndu að sjá sjónarmið hans og viðurkenna að hugmyndir hans eru góðar (þínar hugmyndir eru ekki alltaf bestar). Sýndu maka þínum þá virðingu að hlusta á skoðanir hans og raunverulega velta því fyrir þér hvort hans leið sé góð og vænleg til árangurs. Reyndu að læra af maka þínum.
  6. Málamiðlun. Já, í samböndum er mikilvægt að miðla málum og þannig ná jafnvægi. Æfðu þig í að miðla málum. Æfingin skapar meistarann! Með þessum hætti þá græða allir eitthvað og allir þurfa að laga sig að aðstæðum. Vinnið saman að því að finna sameiginlega lausn sem hentar ykkur báðum. Þá eru meiri líkur á að þið séuð sáttari, virðið hvort annað betur og sýnið hvort öðru meiri skilning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -