Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Erkitýpur borgarinnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor við Listaháskóla Íslands

Nú býr um 60 prósent mannskyns þétt saman í borgarumhverfi. Í borginni myndast ákveðinn hraðall þar sem lífsmynstur og lífstíll verður hraðari, nýsköpun og tækifæri í viðskiptum aukast sem bein afleiðing af þéttbýli. Fólk í þéttbýli leitast við að skapa aukin tækifæri í lífi og starfi til þess að allir geti haft í sig og á. Borgir hafa löngum verið uppspretta samfélagsins þegar kemur að nýsköpun og verðmætasköpun. Til þess að átta sig á inntaki tískumenningar er mikilvægt að skilja hvernig hún hefur þróast.

Tískumenningin þróaðist með borgarmenningunni. Tilurð almenningsrýma þar sem fólk sýndi sig og sá annan, þróun gatnakerfa og almenningsrýma leiddi til þess að tískumenning varð til í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það er engin tískumenning ef ekki er til staðar fólk sem áhorfendur og samkeppni þess á milli um tækifæri í lífi og í starfi.

Erkitýpurnar „dandy“ og „flaneur“ eru afleiðing borgarumhverfis og eru hvor sinn endinn á breidd mannlífs í borgum.

„Dandy“ er einstaklingur þar sem sjálfsmynd, klæðaburður og útlit miðlar þeirri hugmynd að aðeins útlit skiptir máli. Charles Baudelaire skilgreindi „dandy“ sem þann sem gerir fagurfræði úlits síns að trúarbrögðum.

Dandyinn vill alla athyglina og allt sem hann gerir miðar að því að fá hana. Hann stillir sér upp þar sem vel sést til hans svo að allir geta dáðst að honum. Frægir einstaklingar sem flokkast sem þessi erkitýpa eru meðal annarra Oscar Wilde, David Bowie, Adam Ant, Russel Brand, Marlene Dietrich og Grace Jones.

- Auglýsing -

Erkitýpan „flaneur“ er andstaða „dandy“. Flaneur er sá sem fer um borgina og sér allt og alla en enginn sér hann. Flaneur er ósýnilegur en sér alla. Ég get ekki nefnt neinn „flaneur“ vegna þess að það hefur enginn séð hann.

Við hin sem í borginni búum erum einhvers staðar þarna á milli. Ég er örugglega meira „dandy“ en „flaneur“ en í mér búa báðar þessar erkitýpur eins og í okkur öllum.

Höfum gaman að því að klæða okkur upp. Verum skapandi og rannsökum það hvernig við erum og prófum alls konar klæðaburð og útlit. Leyfum báðum erkitýpunum sem búa í okkur öllum að njóta síns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -