Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hjartað ræður för

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðari úr 36. tölublaði Vikunnar

Hvers vegna gengur mörgum okkar svo illa að leyfa hjartanu að ráða för? Ég hef oft velt þessu fyrir mér og veit að á vissum æviskeiðum og tímabilum í lífinu veit maður einfaldlega ekki hvað hjartað vill. Það er svo margt annað sem yfirskyggir manns innri rödd. Raddir að utan verða svo háværar að þær kæfa alveg mjóa, hógværa róminn sem reynir að hvísla: Nei, ekki þetta. Þú veist að þig langar alls ekki að gera svona.

Foreldrar  reyna flestir að kenna börnum sínum tillitssemi, hjálpfýsi og góðvild. En stundum verður kennslan til að barnið hættir að taka mið af eigin þörfum. Óttinn við álit annarra verður öllu öðru yfirsterkari. Hópþrýstingurinn er líka sterkt afl í því sambandi.

Öll erum við einhvern tíma lítil og varnarlaus á skólalóðinni og þráum ekkert heitar en að falla inn í hópinn. Innan hans er skjól að finna en utan næðir illa um manneskjuna. En þetta kennir auðvitað ekki annað en meðvirkni og bælingu. Með því að fela eigin sannfæringu og grafa hana fremur en taka slaginn býr maður til sektarkennd og leggur grunn að sterkri skammartilfinningu sem fylgir einstaklingnum oft alla ævi.

Þess vegna væri frábært ef siðferðileg málefni, skoðanir og tilfinningar væru oftar rædd manna á milli. Heimilin, skólinn og vinnustaðirnir ættu að taka þátt í þeirri umræðu. Væri ekki er gott að kunna að velja hvenær og af hvaða tilefni er vert að setja sig upp á móti fjöldanum?

Dísa Dalberg var rétt eins og flestir aðrir hrædd við að taka of mikið pláss, setja mörk og sinna eigin þörfum umfram annarra. Hún vildi ekki baka sér óvild fólks heldur leitast við að vera allra vinur. Hún vildi líka gera allt fullkomlega og fannst mistök marka manneskjuna fremur en móta hana. Þegar fyrrverandi kærasti hennar braust inn til hennar um nótt og réðst á hana sofandi rúminu varð áfallið til þess að hún leitaði sér hjálpar. Í kjölfarið þurfti hún að spyrja sig erfðra spurninga og móta nýjar venjur og fara aðra leið. Í dag kennir hún öðrum konum að hlusta á hjartað og styrkja eigin innri rödd. Varla er hægt að hugsa sér verðugra og flottara starf. Alveg er stórkostlegt þegar eitthvað gott kemur út úr vondum hlutum.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Áfallið reyndist blessun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -