Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hlúum að framtíðarlandinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skoðun

Eftir / Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Að undanförnu hefur mikið gengið á í íslenskri ferðaþjónustu. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að umræðan snúist fyrst og fremst um áskoranir skammtímans, hvaða afleiðingar þær kunni að hafa og hvernig þurfi að bregðast við þeim. En það er mikilvægt að gleyma ekki sýninni til langs tíma. Allt sem við gerum í dag hefur áhrif inn í framtíðina.

Ferðaþjónusta verður áfram grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar. Ferðamenn munu ekki hverfa eins og síldin þó að fjöldi þeirra sveiflist milli ára. Sú uppbygging sem hefur orðið um allt land með tilkomu ferðaþjónustunnar mun halda áfram. Hvers vegna?

Áfangastaðurinn Ísland er einfaldlega kominn á kortið sem ferðamannaland. Við búum yfir náttúru og menningu sem ferðamenn hafa áhuga á og reynslan hefur sýnt að slíkur áfangastaður á góða möguleika á að byggja upp sterka langtímaferðaþjónustu.

Stóra tækifærið fyrir íslenska ferðaþjónustu, og mikilvægt tækifæri fyrir samfélagið allt, er að ná jafnvægi í greininni til framtíðar með um 3-5% fjölgun ferðamanna á ári, líkt og við sjáum í alþjóðlegum tölum um vöxt ferðamennsku. Sú framtíðarsýn mun byggja undir efnahagslegan stöðugleika og bætt lífskjör allra í samfélaginu.

Sameiginleg sýn inn í framtíðina

- Auglýsing -

Til þess að þessi sýn geti raungerst þarf að halda vel á spöðunum á næstu mánuðum og árum. Ferðaþjónustuaðilar hafa áður tekist á við sveiflur og munu leggja mikið á sig til að vinna úr þeim vanda á næstu mánuðum og árum. En það er einnig nauðsynlegt að mæta því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir af falli WOW air og verkfallsaðgerðum með skynsamlegum aðgerðum af hálfu opinberra aðila.

Ferðaþjónustan hefur drifið lífskjarabætur undanfarinna ára með því að búa til fordæmalausar aðstæður í efnahagslífinu þar sem vöru- og þjónustujöfnuður hefur verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að íslenska hagkerfið hefur líkst því þýska meira en því gríska á undanförnum árum sem hefur lagt grunninn að þeirri uppsveiflu og kaupmáttaraukningu sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Það er því skynsamleg ráðstöfun fyrir stjórnvöld að stíga inn og taka utan um atvinnugreinina með hvetjandi ráðstöfunum nú þegar gefur harkalega á bátinn til að hún komist sem fyrst upp úr öldudalnum.

Það er mikilvægt fyrir allt samfélagið að það takist að stytta þann tíma sem tekur ferðaþjónustuna að vinna úr áföllunum, því sterk íslensk ferðaþjónusta er allra hagur. Það sést ekki síst á landsbyggðinni þar sem uppbygging atvinnutækifæra hefur tekið stakkaskiptum frá því sem áður var.

- Auglýsing -

Það er þróun sem er mikilvægt að haldi áfram og styðja þarf við. Styrkur ferðaþjónustu á landsbyggðinni er forsenda þess að við getum boðið ferðamönnum að upplifa einstaka náttúru landsins alls, byggt upp fleiri áfangastaði sem léttir álagið af vinsælustu stöðunum og færir fólki verðmæti í heimabyggð.

Ferðaþjónustulandið Ísland er komið til að vera. Það eru góðar fréttir fyrir okkur öll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -