Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ég er villingur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hann lék sér í sandkassanum en fann þá nálgast. Skynjaði ógnina og undirbjó sig fyrir að mæta henni. Þeir voru þrír og kölluðu ekki allt ömmu sína. Voru með sitt umráðasvæði á hreinu á leikskólanum Kató í Hafnarfirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Hér dugðu engin vettlingatök enda heimurinn harður þarna – hér mátti ekkert út af bregða ef þú ætlaðir þér að tilheyra hinum sterku, þeim sem yfirhöndina höfðu. Hann langaði ekki, og ætlaði sér ekki, að vera í hópnum sem tók við skipunum, hópnum sem var ekki eins sterkur og öruggur.

Og þótt hann væri nýr á svæðinu var hann ekki lengi að átta sig á aðstæðunum enda með afar mikla og góða aðlögunarhæfni sem hefur fylgt honum alla tíð. Hann var undirbúinn.

„Hvað ert þú að gera hér?“ sagði foringi þremenninganna sem gerðu sig um leið líklega til að láta til skarar skríða.

Hann lagði frá sér skófluna og hellti sandinum úr fötunni, tók af sér vettlingana og leit upp og sagði ákveðinn og nokkuð grimmur á svip:

„Passið ykkur bara, ég er villingur!“

- Auglýsing -

Þremenningunum var mjög brugðið við þessi orð hans, litu órólegir hver á annan en voru fljótir að komast að niðurstöðu, átta sig á alvöru málsins og taka ákvörðun í samræmi við það.

Hann var velkominn í hópinn.

Á þessum fyrsta degi hafði honum tekist að brjóta sér leið inn í sterkustu klíkuna með einni setningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -