Miðvikudagur 9. október, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sandkassaslagur um skólamat

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Eftir / Steinunni Stefánsdóttur

Grænkerar leggja til að hætt verði að skammta skólabörnum kjöt í mötuneytum og fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg taka að hluta undir og segja að það liggi í augum uppi að draga verði úr framreiðslu á kjöti í skólamötuneytum enda sé ljóst að minnkuð kjötneysla sé meðal þess sem þarf til að ná markmiðum í loftslagsmálum (les: til þess að hægt verði að lifa á jörðinni áfram).

Og hvað gerist? Jú, fulltrúar minnihlutans búa til úr þessu slag. Halda því fram að meirihlutinn vilji hætta með öllu að skammta börnunum kjöt í mötuneytunum og stuðla að vannæringu þeirra þar með. Er nema von að tiltrú almennings á stjórnmálum sé lítil? Að hluta er minnihlutinn studdur af skólamatráðum og öðru skólafólki sem vex í augum að breyta venjum og halda því fram að börn borði ekki grænmeti. Þá séu skólaeldhúsin ekki nægilega vel búin til þess að þar sé hægt að stunda flóknari eldamennsku en nú er. Auk þess er sett spurningamerki við að innflutt grænmeti sé umhverfisvænna en íslenskt kjöt.
Það er áreiðanlega rétt að í mörgum skólaeldhúsum er erfitt að koma við flóknari matreiðslu en nú er stunduð. Hitt er ekki eins víst að flóknara sé að búa til mat sem byggir meira á grænmeti en þann mat sem börnunum er nú gefinn.

Það mun áreiðanlega taka sum börn tíma að venjast breytingum á skólamat en það er ekki óvinnandi vegur. Bæði börn og fullorðnir verða að laga sig að breyttum neysluvenjum. Við eigum ekki annarra kosta völ.

Þá má benda á að á Íslandi er framleitt mikið af góðu grænmeti og á því sviði er hægt að gefa í. Það er því ekkert sem segir að mötuneytismatur sem byggir meira á grænmeti en nú geti ekki verið ræktaður á Íslandi.Við verðum að draga úr kolefnissporinu. Það verður að gerast á fjölmörgum sviðum daglegs lífs, þar á meðal í mötuneytum skóla. Það ætti ekki að vera tilefni til hártogana og sandkassaláta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -