Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Skýrari stefna, sterkari saman!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Á kraftmiklum aðalfundi Neytendasamtakanna síðastliðinn laugardag var einróma samþykkt ný grunnstefna þeirra. Stefnan endurspeglar raunverulegt starf samtakanna og byggir á breiðum grunni. Í grunnstefnunni er ekki tekið á, eða farið ofan í, einstök málefni, en hana er þess í stað hægt að nota sem mælistiku á þau öll mál sem Neytendasamtökin glíma við hverju sinni.

Hingað til hefur verið mótuð sértæk stefna í nánast hverju máli fyrir sig. Því hefur verið lýst á þann veg að oft hafi stefna samtakanna endurspeglað áhugasvið einstakra drífandi félagsmanna og jafnvel hafi sumir málefnahópar verið yfirteknir af ötulum félaga sem hafi mótað stefnu eftir eigin höfði. Þannig var meðal annars til stefna um innihaldslýsingar hveitipakka og rýmingaráætlun Reykjavíkur ef til náttúruhamfara kæmi. Segja má að þessi vinnubrögð hafi endurspeglað tíðarandann sem þau spruttu úr. Þing samtakanna var haldið annaðhvert ár, samskipti þyngri og fátíðari en nú gerist. Þing hafa verið aflögð en framvegis verða aðalfundir á hverju ári þar sem kosið verður um helming stjórnar, og annað hvert ár um formann. Þá eru eðli samskipta í dag á þann veg að félagsmenn, sem og aðrir neytendur, geta látið álit sitt í ljós mun örar en áður. En það sem meira var, þá brá það við að stefnan endurspeglaði ekki raunverulegt starf samtakanna. Þannig hafa samtökin til dæmis ekki haft neina eiginlega stefnu varðandi smálán en hafa þrátt fyrir það barist hatrammlega gegn þeim í þann áratug sem þau hafa verið við lýði á Íslandi.

Grunnkröfur neytenda leiðarvísir til framtíðar

Leiðarvísir og grunnur að starfi Neytendasamtakanna eru nú átta grunnkröfur neytenda, settar fram af Sameinuðu þjóðunum. Allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, á að njóta lágmarksréttinda sem neytendur en þau eru: Réttur til að fá grunnþörfum mætt, réttur til öryggis, réttur til upplýsinga, réttur til að velja, réttur til áheyrnar, réttur til úrlausnar, réttur til neytendafræðslu og réttur til heilbrigðs umhverfis. Þá bæta Neytendasamtökin við níundu grunnkröfunni sem er rétturinn til stafrænnar neytendaverndar.

„Leiðarvísir og grunnur að starfi Neytendasamtakanna eru nú átta grunnkröfur neytenda settar fram af Sameinuðu þjóðunum.“

Sjálfbærni er sífellt að verða mikilvægari í neytendahreyfingum um heim allan.  Þess vegna líta Neytendasamtökin einnig til hinna 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nánari upplýsingar um grunnstefnu Neytendasamtakanna og útfærslu hennar er að fá á vef samtakanna  www.ns.is.

- Auglýsing -

Grunnstefnunni er ætlað vera raunverulegur vegvísir fyrir félaga, starfsmenn og stjórnendur, en síðast en ekki síst ráðandi öfl í stjórnmálum og viðskiptum – svo þau skilji hlutverk Neytendasamtakanna, markmið þeirra og mikilvægi fyrir okkur öll og við getum öll unnið að þeim saman. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem borin eru uppi af félagsgjöldum. Viljirðu leggja neytendabaráttunni lið, íhugaðu að skrá þig í Neytendasamtökin. Með skýrari stefnu erum við sterkari saman.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -