2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Til hamingju landsmenn með launin ykkar

Höfundur / Sara Björnsdóttir, myndlistarkona

Listafólk er allt hörku fólk því það dugir enginn í þessu fagi nema vera tilbúinn til að færa fórnir. Fólk sem fær kannski nokkurra mánaða listamannalaun með margra ára millibili og margir aldrei. Þetta fólk er yfirleitt í nokkrum vinnum og á börn. Þau skapa myndlist, kvikmyndir, leikhús, skáldsögur, ljóð og leikverk, tónlist, hanna hluti og fatnað, ber hróður landsins yfir höfin.

Þau bera smyrsl á hið illa orðspor sem af stjórnmálamönnum og peningafólki fer. Þetta er líka fólkið sem mætir á Austurvöll þegar mótmæli eru og lætur í sér heyra fyrir alla hópa samfélagsins. Það vinnur á spítölum við þrif og í bítibúri, á leikskólum, söfnum og galleríum, kennir listir, afgreiðir á veitingahúsum, ber út blöð, vinnur á sambýlum fyrir fatlaða og með eldriborgurum svo eitthvað sé nefnt. Spurðu garðyrkjumanninn þinn hvað hann geri utan vinnutíma.

Venjulegt fólk sem vinnur allan sólarhringinn því þau vinna í þjónustu og umönnunarstörfum ofaná listsköpunina. Peningarnir fyrir heilbrigðiskerfið eru líklega í Panama, Tortóla, í eigu nokkurra fjölskyldna sem eiga kvóta og í ofurlaunum nokkurra aðila hjá fyrirtækjum og stofnunum

AUGLÝSING


Listafólk er fólkið sem gerir landið búandi. Það eru til peningar í heilbrigðiskerfið, fullt af þeim, en það er svelt svo við sækjum í það sem er orðið einkavætt. Skapandi hugsun er ein mikilvægasta auðlind landsin og það mikilvægasta sem allir geta kennt börnunum sínum, skapandi og gagnrýna hugsun.

Við gætum sett meira fé í listamannalaun. Ég óska þeim landsmönnum og þeim listamönnum sem fá greidd laun fyrir vinnuna sína til hamingju. Mér finnst frábært að sjá að myndlistarmenn þurfa ekki lengur að bíða í tvö ár frá því síðast þau fengu úthlutað til að fá úthlutað aftur, því það hefur stoppað þá vinnu sem komin var á fullt skrið.

Ég vil sjá að mánuðum verði fjölgað í samræmi við fjölda umsókna sem eru flestar í myndlistarsjóðinn sem eins og er hefur ekki flesta mánuðina.

Til hamingju, þið eruð best.

Viltu birta pistil á mannlif.is? Sendu okkur línu. > 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum