Laugardagur 13. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Tryggja ferskleika alla leið til kaupandans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tracio er nýtt upplýsingakerfi fyrir matvælaiðnað sem eykur rekjanleika, skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla.

Stefán P. Jones hefur verið viðloðandi sjávarútveg frá því hann var þrettán ára gamall og því ekki furða að hugmyndir hans um næstu kynslóð rekjanleika og upplýsingakerfa sem eykur skilvirkni og traust í virðiskeðju matvæla, megi rekja þangað. „Eftir ellefu ár á sjó fór ég í land og stofnaði sölu- og útflutningsfyrirtæki þar sem ég keypti og seldi fiskafurðir til Evrópu. Þar upplifði ég alls kyns vandamál í virðiskeðju fisksendinga, t.d. að vita nánast ekkert um vöruna eftir að hún lenti á meginlandinu. Fyrir vikið tapaði ég oft háum fjárhæðum vegna gæðavandamála sem ég gat með engu móti leyst sökum þess að ég hafði engar áreiðanlegar upplýsingar um meðhöndlun vörunnar.“

Í úrslit í frumkvöðlakeppni

Í kjölfarið segist hann hafa fengið mikinn áhuga á því hvernig leysa mætti slík vandamál með svo kallaðri IoT-tækni sem á þeim tíma var mjög dýr. „Það var svo árið 2015 sem ég kom auga á áhugaverða tækni sem byggir á prentanlegum rafrásum og skynjurum. Sú tækni er margfalt ódýrari en hefðbundinn IoT-búnaður, lögun þess örþunn og þar með hægt nota eins og hefðbundinn merkimiða.“

Árið 2016 stofnaði Stefán fyrirtækið Seafood IQ þar sem stefnan var að þróa prentanlega skynjara í samstarfi við leiðandi hátæknifyrirtæki frá Suður-Afríku. „Skynjarinn og hugbúnaðurinn áttu að vera sérstaklega hannaðir fyrir sjávarútveg. Við fengum strax fínar móttökur og fengum t.d. tvenn nýsköpunarverðlaun auk þess að komast í úrslit í frumkvöðlakeppni sem haldin var í Stanford-háskólanum í Bandaríkjunum.“

Mikil stefnubreyting

Eftir miklar viðræður við framleiðendur hér á landi tók fyrirtækið stefnubreytingu árið 2018 sem miðaði af því að taka inn landbúnað og þar með setja fókusinn á almenn matvæli undir nýjum hatti Tracio. „Við þessar breytingar, ásamt nýju viðskiptamódeli, fengum við byr undir báða vængi og má segja að tækifærin séu nú margfalt meira spennandi þar sem við erum komnir á risavaxinn markað, búnir að lækka fjárþörf til muna og sjáum fram á að geta markaðssett okkar fyrstu vöru á næstu mánuðum.“

- Auglýsing -

Margar lausnir í einum pakka

Stefán útskýrir betur hvað Tracio gengur út á. „Um er að ræða nýtt upplýsingakerfi fyrir matvælaiðnað. Ólíkt samkeppninni mun Tracio-„platformið“ bjóða í framtíðinni allt á einum stað: lausnir sem hjálpa fyrirtækjum í matvælaiðnaði að auka samkeppnishæfni, skapa traustan rekjanleika, lækka áhættu og tryggja ferskleika á vörum þeirra til kaupanda. Með því að selja margar lausnir í einu „platformi“ skapast mikil hagræðing. Það mætti líkja Tracio við Office-pakkann frá Microsoft en samkeppnin sem treystir á eitt tekjustreymi komandi frá t.d. rekjanleika þjónustu mun seint geta keppt við okkur.“

- Auglýsing -

Tryggir gæðin

Fyrsta vara fyrirtækisins heitir Tracio assurance en um er að ræða nýja þjónustu sem byggir á skynjara fyrirtækisins, Temp Tracker Pro, sem mælir nákvæmt hitastig matvæla í flutningsferlinu og birgðageymslum segir Stefán. „Þessi þjónustulausn mun auka gagnsæi, rekjanleika og tryggja gæði í flutningsferlinu auk þess að straumlínulaga birgðaumsýslu og vörustjórnun. Matvara sem er vöktuð með Tracio assurance skapar traustan rekjanleika og kemur í veg fyrir slæma meðhöndlun í virðiskeðjunni og tryggir þar með gæði til kaupanda.“

Í góðum félagsskap

Vinnudagarnir hafa verið langir hjá Stefáni síðustu árin og hann segist sinna mörgum hlutverkum innan fyrirtækisins. „Ég hef legið yfir þessu síðustu fjögur árin því ég tel mjög mikilvægt að vita nákvæmlega hvernig búnaðurinn virkar svo ég geti áttað mig betur á hvaða möguleikar eru í boði þegar kemur að vöruþróun.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Til Sjávar og Sveita.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -