Þriðjudagur 7. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sprungurnar í Grindavík hafa stækkað: „Allt sprungur sem eru þekktar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástandið í Grindavík heldur áfram að versna en þær sprungur sem hafa myndast í bæjarfélaginu hafa stækkað samkvæmt Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum.

„Þetta eru allt sprungur sem eru þekktar, en það hefur hrunið úr þeim sumum, þannig þetta lítur kannski ekki nógu vel út,“ sagði Úlfar í samtali við Vísi um málið og þegar hann var spurður hvort það þýði að sprungurnar hafi stækkað þá svaraði hann því játandi.

Þá greindi lögreglustjórinn frá því að unnið væri að því að flytja búfé úr bænum. „Ég held að kindurnar séu bara í góðu ásigkomulagi og brottflutningur þeirra út fyrir hættusvæðið verður í dag. Ég geri ráð fyrir að þessi aðgerð klárist fyrir kvöldmatarleytið ef allt fer að óskum,“ en í gær sótti Grétar Jónsson, formaður Fjáreigendafélags Grindavíkur, búfé sitt en hafði sérsveitin afskipti af honum og mátti litlu muna að syði upp úr. Grétar fékk þó á endanum að sækja fé sitt.

Úlfar segist hafa skilning á stöðu mála og málið hafi verið leyst á endanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -