Bogi Ágústsson fréttamaður: „Ég var svo heppinn að það varð ekkert tjón á hjartavöðvanum í mér“

top augl

Í kvöldviðtali Mannlífs ræðir Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV, við Reyni Traustason. Bogi rifjar meðal annars upp þegar hann var háseti á skipum Eimskipa, ræðir Samherjamálið og kynni hans af Margréti Danadrottningu.

Margrét Danadrottning bauð Boga Ágústssyni sígarettu. Tyrkneska sígarettu.

„Ég reykti á þessum tíma þegar ég hitti hana fyrst. Þannig að ég fékk tyrkneska sígarettu. Það var býsna sterkt. Ég veit ekki hvort hún hafi verið að reykja það almennt eða ekki.“

Bogi var hættur að reykja þegar hann fékk hjartaáfall á sínum tíma.

„Þetta er ættarsjúkdómur. Faðir minn var innan við fimmtugt þegar hann fékk kransæðastíflu. Hann var illu heilli staddur fjarri allri læknishjálp. Hann var skipstjóri á Fjallfossi og staddur í Rúmeníu. Þetta var eftir ógnvænlega jarðskjálfta sem nánast lögðu Búkarest í rúst. Það höfðu allir læknar í hafnarborginni verið kallaðir til höfuðborgarinnar þannig að það var eiginlega enga læknishjálp að fá. Þannig að hann varð fyrir miklum skaða á hjartavöðvanum. Ég var hins vegar svo heppinn að ég fékk þetta heima hjá mér á föstudagskvöldi og þótt þetta væru ekki þessi týpísku einkenni kransæðastíflu þá þóttumst við konan mín nokkurn veginn vita hvað væri í gangi, þannig að við hringdum á sjúkrabíl sem var kominn á innnan við 10 mínútum og ég fékk meðferð einn, tveir og þrír. Ég var svo heppinn að það varð ekkert tjón á hjartavöðvanum í mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni