Einar Ágúst í Mannlífinu: Handtekinn í Dettifossmálinu

top augl

„Ég var einnig handtekinn árið 2004 í tengslum við hið svokallaða Dettifossmál sem var innflutningur á 11 kílóum af amfetamíni. Þeir vissu af 25 kílóum af hassi skilst mér sem þeir náðu aldrei, löggan, en ég var þá að versla eiturlyf og var handtekinn með þessu fólki,“ segir Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður í Mannlífinu með Reyni Traustsyni.

Einar Ágúst segir þar sögu sína en hann hefur verið umtalaður allt frá því hann var söngvari Skítamórals.

Við handtökuna sem hann lýsir var hann var að kaupa eiturlyf á heimili eins sakborningsins í Dettifossmálinu þegar lögreglan gerði áhlaup og handtók alla viðstadda. „Ég var ekki einu sinni ákærður í því máli.“ Það breyttist þó margt í kjölfarið. „Ég sagði mig strax úr hljómsveitinni, hætti hjá útvarpsstöðinni FM þar sem ég vann og sagði upp hjá Íslenska útvarpsfélaginu, þar sem ég vann einnig, og fór í langa meðferð en hef ekki notið sannmælis síðan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni