Landbúnaðarráðherra Mannlífs: Útflutningsverðmæti merarblóðs tveir milljarðar

top augl

Gestur Guðna Ágústssonar í þættinum Landbúnaðarráðherra Mannlífs að þessu sinni var Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændsamtaka Íslands. Vigdís er fyrsta konan sem gegnir stöðunni en áhugavert er að á sama tíma í fyrsta sinn er kona í stöðu Landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Vigdís er lögfræðingur að mennt og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Vigdís tók við starfi sínu á erfiðum tímum fyrir Bændasamtökin. Stærsta verkefnið að hennar mati hefur verið að leiða saman hinar ólíku búgreinar sem hefur gengið ágætlega að hennar mati. Á sama tíma stendur Hótel Saga, sem er í eigu samtakanna, frammi fyrir gjaldþroti en fengist hefur heimild í fjárlögum fyrir ríkið til að kaupa hótelið og vonast hún til að málið leysist farsællega.

Hún lítur svo á að greinin í heild sinni muni vaxa en efla þurfi bæði svínarækt og garðyrkju, þá sér í lagi útirækt, en gleðst yfir því að stjórnarsáttmáli núverandi ríkisstjórnar kveði á um niðurgreiðslu á rafmagni til ylræktar. Þá boðar hún nýtt búvörumerki sem verður að skandinavískri fyrirmynd, “Íslenskt Staðfest”, sem gæti litið dagsins ljós strax á næsta ári. Tilgangur þess verður að aðgreina íslenska vöru frá innfluttri og blandaðri vöru.

Hún bendir á að greinin standi nú frammi fyrir stórkostlegum áskorunum eins og skort á áburði í heiminum sem mun skila sér í auknum útgjöldum fyrir bændur. Lausnir felist í aðkomu stjórnvalda sem að hennar sögn séu meðvituð um stöðuna.

Spurð út í útflutningsverðmæti merarblóðs segir hún að þær nemi um tveimur milljörðum á ársgrundvelli. Hún segir að það sé grundvallaratriði að fara vel með dýrin og það mál sé í höndum Matvælastofnunnar. Þó telur hún að þess þurfi að greina allt ferlið og ganga úr skugga um að  eftirliti sé sinnt með fullnægjandi hætti áður en farið sé í að hrópa og banna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni