Eftir Skuggabörn: Einar Örn sprautaði sig í æð með verkjalyfjum: „Kipptu bara handleggnum af“.

top augl

„Mín mistök voru að segja ekki nei; maður sprautar ekki verkjalyfjum í sig, sérstaklega ekki róandi töflum,“ segir Einar Örn Ásdísarson, sem fékk snemma viðurnefnið Einsi Glæpur. Einar var edrú þegar vinnsla Skuggabarna stóð og sagði sögu sína í þeirri von að verða þannig öðrum víti til varnaðar.

Eins og kemur fram í myndinni féll Einar og var kominn aftur í vítahring neyslu og glæpa.

Hann er edrú í dag og hefur verið í kjölfar hræðilegrar atburðarásar sem leiddi til þess að hann missti hægri handlegginn á Spáni árið 2017.

Einar hafði verið að hjálpa ungu pari með að finna sér húsnæði á Spáni. Hann neytti kannabisefna með fólkinu. Að hans sögn hefur hann þróað með sér ofnæmi fyrir efninu sem veldur honum magaverkjum. Hann neytti svo róandi lyfja ofan í kannabisefnin með þeim afleiðingum að fór í óminnisástand en á meðan því stóð ágerðust verkirnir sem hlutust af ofnæminu sem leiddi til þess að hann leysti upp verkjatöflur og sprautaði þeim í handlegginn á sér.

„Á þessu tímabili var ég ekkert að sprauta mig, bara að drekka bjór. Áfengi er alveg baneitrað stöff líka ef maður fer ekki vel með það. Hann stakk upp á því þessi drengur hvort ég eigi að prófa að sprauta í mig verkjalyfjum; hann er með sprautu sjálfur því hann var að sprauta sig með sterum.  Í blakkátinu þá virðist ég bara hafa sett bómulinn ofan í sprautuna og bara sogað þetta upp. Hann reyndi að segja við mig ekki gera þetta, ekki gera þetta, ég man eftir því sko en það þýðir ekkert að tjónka við mig þegar ég er svona ruglaður. Ég bara þrykkti þessu í mig.“

Þetta endaði með skelfingu fyrir Einar sem lenti á sjúkrahúsi. Hann fór þaðan án þess að fá bót meina sinna. Það kostaði hann handlegginn.

„Svo rauk ég bara út af spítalanum, kolruglaður á því. Ég man ekkert hvað það liðu margir tímar eða dagar eða hvað. Það næsta sem ég man er að ég er aftur á leiðinni upp á sjúkrahús með sjúkrabíl og þá tekur á móti mér annar læknir sem að talaði örlitla ensku og þá var hendin á mér orðin bleik og blá og fjórföld. Og læknirinn segir við mig: Einar, við verðum að taka af þér hendina eða þú verður dauður innan tólf tíma. Ég hugsaði mig um í einhver örfá sekúndubrot og sagði bara: Kipptu handleggnum af.“

Árið 2005 komu samhliða út bókin og heimildarmyndin Skuggabörn. Myndina fjallar um gerð bókarinnar en hana gerðu Jóakim Reynisson og Lýður Árnason í samstarfi við Þórhall Gunnarsson. Efnistökin voru fíkniefnaneysla hérlendis á þessum tíma og meðal annars skyggnst inn í líf einstaklinga sem voru í neyslu.

Nú tæpum 20 árum síðar skyggnumst við inn í líf sumra þeirra einstaklinga sem komu fram í upprunalegu útgáfunni í þáttunum Hvað varð um Skuggabörn og að því tilefni sýnum við myndina í fullri lengd.

Myndina má sjá hér.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni