Saga Skuggabarna: Lalli Johns leiddist út í neysluna eftir vistun á Breiðuvík sem barn

top augl

Fæstir kveikja á perunni þegar þeir heyra nafnið Lárus Björn Svavarsson en flestir þekkja hann sem Lalla Johns. Lalli er edrú í dag en hann var einn frægasti útigangsmaður landsins í áratugi.

Lalli var eitt þeirra barna sem vistað var á Breiðuvík og leiðir hann líkum að því að dvölin þar hafi orðið til þess að hann hafi leiðst út í áfengis- og fíknefnaneyslu með þeim afleiðingum sem landsmenn þekkja.

Saga Lalla er sannarlega ein Sagna Skuggabarna og í viðtalinu fer hann yfir lífshlaup sitt, tilkomu viðurnefnisins, neyslunnar og edrúmennskunnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni