SJÓARINN #42 – Finnbogi Þorláksson er sáttur á La Marina á Spáni: Skipstjórinn sem keypti sjoppu

top augl

Finnbogi Þorláksson segir sögu sína í Sjóaranum þessu sinni. Hann býr í glæsilegu húsi á La Marina á Spáni. Um árabil var hann skipstjóri á togaranum Björgúlfi EA og það gekk yfirleitt vel. Seinustu árin starfaði hann undir Samherja þar til sjómennskunni lauk þegar Þorsteinn Már Baldvinsson sagði honum upp.

„Á endanum rak Mái mig. Það segir sína sögu.

Var þetta ástarhaturssamband á milli hans og Þorsteins Más?

„Þorsteinn Már er bara eins og hann er. Hann er bara hörku, djöfull duglegur og hann er búinn að búa til risafyrirtæki en mér er alveg sama. Það má ekki taka það af honum; hann er ofvirkur og duglegur. Búinn að búa til þetta apparat. En það er eitt sem hann vantar; að vera pínu skemmtilegur. Það er allt í lagi að vera pínu skemmtilegur þó þú sért duglegur. Ég sá um Björgúlf og það var mín deild. Við fengum okkur kaffi þegar við hittumst. Það voru engir árekstrar.“

Ekki strax.

„Það var ekkert slæmt að vinna hjá þeim. Það voru kröfur sem er eðlilegt. Ég er ekkert að kvarta yfir því. Svo vildi hann losna við mig og losaði sig við mig.“

Af hverju vildi hann losna við þig?

„Þú verður að spyrja hann að því.“

Kom hann og tilkynnti þér að þú yrðir að hætta?

„Ég væri alltaf fullur um borð sem er náttúrlega rangt. Ég ætlaði að hætta um áramótin. Mig langaði það. Þetta var um haustið. Ég fékk fínan starfslokasamning. Það eru 10 til 12 ár síðan.“

Það þarf ekkert skipstjóra á skipum í dag.

Það hefur ekkert hvarflað að þér að fara aftur á sjó?

„Þetta var orðið leiðinlegt. Þetta var orðin svo mikil Excel-vinna. Áður fyrr fór maður bara út á sjó. Nú er þetta orðið svo mikið Excel. Það þarf ekkert skipstjóra á skipum í dag.“

Hann sem hafði verið svo lengi á sjónum söðlaði um eftir að hafa „leikið sér“ í einhverja mánuði. „Svo leiddist mér það og asnaðist til að kaupa mér sjoppu. Það var dálítið fyndið að sitja inni í sjoppu. Og ég hafði aldrei komið nálægt neinu svona. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni