Þrjár árásir fyrir tvítugt mörkuðu Olgu lengi: „Ef Pútin væri kona þá væri ekki stríð“

top augl

Hér er brot úr nýjasta viðtali Wiium bræðra í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið en fyrir nokkru hófst samstarf milli Mannlífs og Þvottahússins.

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er engin önnur en blaðakonan, ritstýran, kennarinn og feministinn Olga Björt Þórðardóttir.

Olga Björt Þórðardóttir
Ljósmynd: Aðsend

Þemi viðtalsins var meetoo byltingin og almennt samskipti kynjana frá vinkli geranda og þolanda. Gunnar rak augun í grein sem Olga skrifaði í lok Janúar, grein þar sem Olga fór yfir atburði sem hún varð fyrir sem barn. Í greininni lýsti hún atburðum sem ollu henni mikla áfallastreitu og hefur leitt til þess á vissan hátt átt, að hún hefur átt erfitt með að treysta karlmönnum síðan.

Þrír atburðir sem skyldu eftir ör

Atburðirnir sem hún lýsti áttu sér stað á mismunandi aldursskeiði Olgu og voru mis alvarlegir. Það fyrsta sem hún nefndi í þessu samhengi var þegar tveir drengir á leikskóla lokkuðu hana bakvið skúr fjögurra ára gamla og börðu hana. Annað dæmið var er Olga var tíu ára og vinir hennar reyndu með valdi að komast undir pilsið á henni sem svo reyndar ekki tókst því hún varðist með kjafti og klóm. Átján ára gömul lendir hún í því í partýi að það ráðast að henni drengir á svipuðu reki. Á meðan tveir drengir héldu henni fastri, klippti einn af henni talsvert af hári. Sama ár var henni svo nauðgað. Þessi nauðgun var aldrei kærð því í þá daga hafði það lítið upp á sig sagði Olga.

„Þarna er ég bara að leika mér á leikskólanum og það koma tveir strákar að mér, einn jafn gamall mér og annar ári eldri og þeir kalla á mig á að koma bakvið kofa því þeir ætla að gefa mér nammi, ég fer á bakvið kofann og þar bara lemja þeir mig,“ segir Olga er hún talar um fyrsta áfallið.

„Í annað skiptið sem ég verð óörugg þegar ég hélt að ég ætti að vera örugg, þá var ég bara að leika við bróður minn og nokkra vini mína bara heima, örugglega 8 eða 9 ára og ég var í svona pilsi og allt í einu dettur einum í hug að skoða undir pilsið hjá mér, sjá hvað var í gangi þar. Bróðir minn tók ekki þátt í þessu en hinir fóru alveg markvisst í að sjá hvað var undir pilsinu hjá mér. Ég náði að berjast eins og ljón á móti þannig að þeir komust ekki upp með þetta.“

Olga talaði einnig um það þegar hún var stödd í partýi 18 ára gömul og nokkrir strákar á hennar aldri ráðast á hana. Allt í einu segir einn, „klippum hárið af Olgu“, allir halda að hann sé að grínast en svo tekur hann upp saumaskærin og hleypur á eftir mér, tveir með honum og þeir halda mér niðri á einhverjum bedda meðan að hann klippir af mér hárið, ég var með sítt hár. Þarna voru þrír strákar á móti mér einni í aðstæðum þar sem ég hélt ég væri örugg í, ég var bara að fara í partý.“ Olga bætti svo við að hún hafi átt erfiðast með að fyrirgefa „djamm-Olgunni.“ „Ég átti erfiðast að fyrirgefa djamm-Olgunni þó að hún hafi verið bara 16 ára og fram til 25 ára.“ Gunnar spyr hvort að henni hafi fundist hún ábyrgðarlaus og Olga svarar. „Já, þó að þetta hafi ekkert verið mér að kenna þá var ég bara ekkert búin að gera upp þessa skrítnu fortíð. Mér finnst ekki að neinn eigi að þurfa að forðast neinar aðstæður, sérstaklega ekki á Íslandi. En við vitum aldrei hvar fólk veldur öðru fólki skaða en djammið er náttúrulega eins og þú segir áhættusvæði en ég vil ekki beint tala um stríðssvæði því þolendur eru ekki beint í stríðinu.“

Svarthvít Olga
Ljósmynd: Aðsend

Þessi atvik hafa að hennar sögn markað hana og hennar taugakerfi og í því samhengi nefnir hún í greininni sem hún skrifaði, hve var um sig hún getur verið í aðstæðum sem eðlilegast þætti að ganga frjáls um. Þessi þrjú atvik sem hún fer yfir í greininni hafa framkallað í henni vissar tengingar sem fá hana til að stífna upp eða nánast lamast af ótta við að verða fyrir ofbeldi í ákveðnum aðstæðum, aðstæðum sem fólk, undir venjulegum kringustæðum, myndi ekkert endilega upplifa sem hættulegar.

„Þetta með byrlanir per se er náttúrulega bara einbeittur brotavilji, þú kaupir þetta bara ekkert á N1 eða á barnum, þú tekur það með á djammið og þegar þú ert búinn að byrla á djamminu og tekur dömuna eða kallinn með í leigubíl og ferð með hann eða hana heim. Þetta er bara eins og faraldur og búið að vera þannig í áratugi,“ segir Olga og bætir við: „Karlkynið er náttúrulega ekkert eina kynið sem beitir ofbeldi, við vitum alveg að ofbeldi er allskonar.“

Ofbeldi gegn konum, rótgróið sögu Íslands

Í kjölfarið á nýlegum aðstæðum sem hún upplifði, þar henni fannst sem hún væru í hættu án nokkurra greinilegra merkja um að svo væri, lagðist hún sem forvitinn blaðamaður og grúskari í að kynna sér sögu ofbeldis gegn konum á Íslandi frá landnámi, samhliða kvenréttindabaráttunni. Hún leitaði einnig álits sérfræðinga, m.a. í íslenskum fræðum og bókmenntum, til að hafa sem réttastar upplýsingar í meðfylgjandi grafi og búa þannig til mögulegt markvert samhengi. Það hvarflaði nefnilega að henni að fyrst áföll erfast þá geti menning og forréttindi sannarlega gert það líka.

Grafið ma sjá hér:

 

 

Það var einmitt þessi grein Olgu sem vakti áhuga Gunnars um að taka þetta spjall og um málefni sem hann sjálfur fúslega viðurkenndi að hreinlega olli honum oft á tíðum kviða, mótþróa og ónoti. Hann sagðist vita að spjallið og ávarpið um Meetoo hefði alltaf legið í loftinu en núna hefði hann fyrst verið tilbúinn að taka það.

Gunnari vakti mikil forvitni á að heyra þessa sögu sem Olga hafði grafið upp sem lýsir í raun hvernig samskiptum kynjana hefur verið háttað frá bókstaflega örófi alda og til aldmótanna 1900 þar sem einhver hreyfing fór af stað fyrir tilstilli kvenskörunga sem fóru þá að hrófla við því sem oft er skilgreint sem feðraveldið. Nefnir hún í því samhengi hvernig konur fengu fulltrúa á Alþingi sem þar með markaði upphaf á vissri upprætingu á því sem hún kallar menningarlegt ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. 

„Það er náttúrulega svo misjafnt hvort að við séum föst í skilgreiningum eða hvort við erum bara föst í tilfinningunum fyrir ástandinu. Við þurfum ekki alltaf að vera að skilgreina allt, maður veit þetta alveg, ofbeldi er ofbeldi. Margir eru svekktir yfir því að orðið feðraveldi sé notað í þessu samhengi, að það sé faðir í orðinu en orðið móðursýki hefur verið mikið notað í gegnum aldirnar og ekki hefur sagt mikið við því,“ sagði Olga við Gunnar.

Metoo

Þessi sveifla hefur fært okkur til dagsins í dag þar sem Meetoo byltingin sem hefst fyrir fjórum árum með því að þolendur í raun af öllum kynjum fara að segja hlutina upphátt. Gunnar spurði Olgu hvernig sýn hún hefði á svokölluðum „dómstóli götunnar.“ Þá hvort þessi aðferð sé komin til að vera og hvort hún sé hér af nauðsyn út frá gerendavænu dóms og löggæslukerfi. Olga benti Gunnari á það að þessi svokallaði dómsstóll götunnar væri nú í raun fyrir tilstilli múgsins, þá meint að viðbrögð fólks á samfélags og fréttamiðlum við frásögn þolanda væri aldrei á ábyrgð þolandans. Þetta fannst Gunnari mjög áhugaverður og mikilvægur punktur því í raun er þolandinn aðeins að nýta sér tjáningarfrelsi og lýsa atburði eða atviki þar sem mörk viðkomandi hafi verið brotin og að það sé á allan hátt óásættanlegt. Hver viðbrögðin séu svo í kjölfarið er svo algjörlega í höndum múgsins.

Olga Björt
Ljósmynd: Aðsend

„Við þekkjum öll þolendur og gerendur, hvort sem séu meintir gerendur eða dæmdir gerendur eða hvað sem er, þannig á svona litlu landi er þetta rosalega oft mjög erfitt. Þegar Meetoo byrjaði 2017, var lögð áheyrsla á vinnustaði en bylgjan núna er að leggja miklu meiri áheyrslu á kynferðisofbeldi í nánum samböndum, af hendi þeim sem fólk treystir,“ sagði Olga og hélt áfram: Þolendur stíga fram yfirleitt með nafnlausar sögur, nöfnum er jú einhversstaðar hvíslað en það eru fjölmiðlar sem að nefna eða gerendur sjálfir. Það er ekkert meira vald í höndum þolenda heldur en það. Svo tekur bara samfélagið við sem er náttúrulega bara kommentaferkið, fyrirtækin, sponsorar. Dómskerfið virkar bara ekki betur, þolandinn getur ekki borið ábyrgð á því hvað samfélagið gerir í framhaldinu.“

Þau fóru í viðtalinu, sem einna helst minnti á einhverskonar vinasamtal, yfir hin og þessi hugtök tengt Meetoo. Hugtök og nýyrði sem hafa sprottið upp út frá akademískum öngum kynjafræðis einna fremst. Gunnar vildi meina að mótstaða margra karlmanna í kringum hann gagnvart þessari orðræðu, markaðist oft hreinlega af því að margir menn skilja einfaldlega ekki orðin og hugtökin. Að það sé einfaldlega orðræða í gangi þarna úti sem í raun sé alls ekki á „streetlevel“ og því einfaldlega of flókin fyrir marga. Olga var ekkert endilega sammála Gunnari um það en bæði voru þau sammála um að tímarnir væru að breytast og með því þurfa hugtökin og þá sérstaklega hleðslan innan hugtakana að fá að sökkva inn ef við eigum að getað breyst sem manneskjur í samneyti við aðrar manneskjur. 

„Það er ekki út af konum sem karlar óttast að opna sig, þeir eru hræddir við hvað öðrum körlum finnst um það. Það að karlar þora ekki að stíga fram og segja hvernig þeim líður, veldur bara svo miklum sjálfsvígum,” segir Olga og bætir svo við: Þetta er eitt af því sem feminisminn vill breyta því við erum fyrstar til að stíga fram og trúa þolendum af öllum kynjum.Við erum í rauninni bara feministar og við erum í rauninni bara að berjast fyrir betri heimi, það er svo gott fyrir öll kyn. Ef Pútin væri kona þá væri ekki stríð. Ég vil alveg meina það, það er engin kona sem hefur stýrt stríði í heiminum.“

Þau fóru inn á í samtali sínu hvernig sáttarmeðferð eða ferli gæti verið háttað. Gunnar vildi meina að oft á tíðum væri fólki bara einfaldlega ekki kennt að gangast við brotum sínum, taka sjálfan sig og hegðun sína með nógu miklum fyrirvara svo að maðurinn sjái flísina í eigin auga. Olga benti á að klárlega væri vöntun á einskonar handriti í þessum efnum, einskonar viðbragðsáætlun fyrir meinta gerendur. Hvernig það handrit gæti mögulega litið út vissi hún ekki en í þessu samhengi samsinntust þau Olga og Gunnar að svokallað níunda spor innan tólf spora kerfis gæti klárlega virkað áhrifaríkt ef útfærslan á sporinu væri eftir bókinni og framkvæmd af algjörri auðmýkt og í vilja til betrumbóta. 

„Förum aðeins framar, þegar Ólafur Skúlason biskup var ásakaður, við munum öll eftir viðbrögðunum þá. Þetta var árið 1994-5, þá var bara hugsunin bara sú að biskup gat ekki gert svona hluti, það var ekki séns og þær voru útmáðar. Sigrún Pálína bara flúði land. Guðrún steig nú fam í mögnuðu viðtali og sagði sína sögu en samt er fólk að rengja hana. Þetta er dálítið erfitt viðfangsefni núna í þessari bylgju vegna þess að þetta eru bara góðir gaurar að staðaldri, vinsælir, virtir og allskonar og fólk á bara erfitt með að trúa upp á þá eitthvað slæmt, alveg eins og fólk átti erfitt með að trúa að biskupinn myndi gera eitthvað á sínum tíma. Það eru ekki mannréttindi að fá að vera opinber persóna, alls ekki og fá að vera fyrir augum þolenda sífellt. Það er ekkert æðruleysi eða auðmýkt falin í því að segja bara að ég biðst afsökunar á öllu sem ég hef gert í feisbúkkfærslu.“

Fyrirgefning syndanna

Gunnar bar fram spurningu úr sal. Hún var svohljóðandi:

Hefur fyrirgefning syndanna verið canceluð?

Olga vildi klárlega ekki meina að svo væri. Hún vildi meina að aftur værum við komin á þann stað að gerandinn verði á einhvern hátt að geta sýnt raunverulega iðrun og einmitt sýnt vilja í verki hvað varðar það að vera raunverulega tilbúinn að bæta fyrir brot sín og þá alltaf á forsendun þolandans. Gunnar benti þó á að þetta gæti oft verið erfitt í sumum málum þar sem frásögn og upplifun raunverulega bæri hreinlega ekki saman. Að upplifun eins sé einfaldlega oft á tíðum ekki í samræmi við upplifun hins. 

Olga Björt
Ljósmynd: Aðsend

Gunnar spurði Olgu einnig út í andlegt ofbeldi. Hann spurði Olgu hvort að hún héldi að konur beitti karlmenn meira af andlegu ofbeldi en öfugt. Olga sagði klárlega halda að svo væri, hún sagði að konur beiti einnig aðrar konur andlegu ofbeldi. Í þessu samhengi sagði Gunnar henni sögu af rifrildi tveggja drengja sem hann varð vitni að fyrir nokkru. Annar drengurinn bjó klárlega yfir visku og orðum og þeim beitti hann óspart í áras á hinn drenginn i formi andlegs ofbeldis. Viðbrögð hins einkenndust af því að hann bjó yfir líkamlegum styrk í stað orða og var því líkamlegu ofbeldi beitt í einhverskonar sjálfsvörn gegn því ofbeldi sem hann fannst hann sitja undir. Gunnar vildi meina að þetta hafi verið svo skýrt dæmi um að í raun er um sama afl að ræða þó að áverkar líkamslegs ofbeldis eru þó sjáanlegir á meðan áverkar andlegs ofbeldis eru það ekki og geta því fengið að viðgangast lengur og án nokkura úrbóta eða úrlausnar. 

„Ég held ég get alveg tekið undir það að konur beita örugglega meira andlegu ofbeldi en karlar yfirleitt, gagnvart konum og körlum af því þær eru meira í mentally dótinu en líkamlegu, þær eru ekki að slást og klára málin, þær eru langdregnari og þú veist, þær eru baktalandi og þessi pakki.

Klámnotkun og samskipti kynjanna

Í lok viðtals velti Gunnar upp spurningum sem snéru að klámnotkun. Þá hvort að notkun og aðgengi að klámi geti haft áhrif á samskipti í þessum efnum. Olga vildi klárlega meina að svo væri og tók dæmi úr eigin lífi. Hún sem sagt var búin að vera í samskiptum við mann á Tinder í einhvern tíma þegar að hún bauð honum í heimsókn. Þau fóru að kela og endaði það í svefnherbergi Olgu. Þegar fór að hitna í kolunum henti maðurinn Olgu í rúmið með valdi og tók hana kyrkingstaki. Olgu náttúrlega krossbrá og í stað þess að einfaldlega frjósa eins og oft gerist brást hún skjót við með lærðum Kung Fu töktum og manninum var einfaldega rúllað út án möguleika á útskýringum. Hún vildi meina að þarna greinilega mætti sjá afleiðingar grófs kláms á kynlífshegðun manns.

„Þetta var fyrir honum bara eðlilegt kynlíf, fyrsta sem hann gerir er bara að henda mér og taka mig hálstaki,“ sagði Olga. 

Gunnar opnaði sig um sína reynslu á klámi í kjölfarið og lýsti því hvernig klám hefði spilað gríðarlega stórt hlutverk í hans líf í um 35 ár. Hann talaði um hvernig feluleikurinn hafi í raun hafist með klámi, því tengdist skömm og tvöfalt líferni sem svo átti eftir að fylgja honum fram í fullorðinsárin. Hann hafi þó tekið ákvörðun fyrir um ári síðan að stöðva þessa klámnotkun því það sem hann fann í hvert skipti sem hann notaði klám voru tilfinningarlegir timburmenn. Það var svo eitthvað allt annað upp á teningnum þegar hann svo stundaði sjálffróun án kláms, þá reyndi á ímyndunaraflið og sköpun hófst innan frá í stað þess að verða mataður með upplýsingum utan frá með tilheyrandi ósjálfbærnisframleiðslu á dópamíni. 

Það var farið yfir víðan völl í þessu nær tveggja klukkutíma viðtali. Viðtalið eins og sagt hefur verið varð að samtali og með þann ásetningi að læra hvort af öðru, viðurkenna, tileinka sér og uppljómast á þessum sviðum sem svo gerir okkur mennsk óháð kyni og öðrum yfirborðskenndum undirflokkum.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan sem og á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni