Mánudagur 17. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Andvökunætur vegna glæpa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svefnsérfræðingar hafa undanfarið keppst við að benda fólki á að ekki er æskilegt að fara með snjalltæki í rúmið. Bláa ljósið sem endurkastast af skjánum vekur heilann. Þá er betra að grípa góða bók til að róa sig niður nema það sé æsispennandi glæpasaga.

 

Stórskemmtileg sakamálasaga

Urðarköttur eftir Ármann Jakobsson er lipurlega skrifuð og af mikilli kímni. Þetta er gamaldags sakamálasaga þar sem fléttan skiptir öllu og tengsl persónanna eru lykillinn að lausninni. Lögreglumennirnir Kristín og Bjarni eru í aðalhlutverki í rannsókn málsins og lesendur komast nær einkalífi þeirra og fá að vita meira en í fyrri bókinni um þau, Útlagamorðin.

Urðarköttur eftir Ármann Jakobsson

Að þessu sinni rannsaka þau morð á lítilli háskólastofnun en þegar lík ungrar framakonu finnst í tjörn kemur í ljós að fórnarlömbin tvö hafa tala saman í síma. Það flækir svo málin enn frekar að fyrstu vísbendingar tengjast gamalli þjóðsögu og einni af minna þekktri Íslendingasögu. Þetta er frumleg og stórskemmtileg sakamálasaga sem óhætt er að mæla með. Útg. Bjartur

Undir helkaldri sól

Aðalsmerki góðra sakamálasagna er flókin flétta þar sem lesandinn þarf að þræða ótal anga og línur þar til allt gengur upp að lokum og þá auðvitað á mjög óvæntan hátt. Lilja Sigurðardóttir er margverðlaunaður spennusagnahöfundur og henni bregst ekki bogalistin í Helköld sól.

- Auglýsing -
Helköld sól eftir Lilju Sigurðardóttur.

Þetta er stórskemmtileg saga og einstaklega vel unnin. Áróra er snillingur í að rekja vel faldar peningaslóðir. Þegar Ísafold, systir hennar, hverfur heldur hún til Íslands í leit að henni en ferðin reynist örlagarík í mörgum skilningi. Við kynnumst einnig nágrönnum Ísafoldar og komumst að því að í venjulegu íslensku fjölbýlishúsi kraumar margt undir yfirborðinu. Útg. JPV

Spennandi Aisha

Afar spennandi bók um lögreglumanninn Axel Steen og samstarfsfólk hans sem rannsakar óhugnanlegt morð. Rannsóknin teygir anga sína víða en þegar hún beinist að þriggja ára gömlu hryðjuverkamáli verða ýmsar óvæntar hindranir í veginum og einkamálin eru ekki síður flókin. Aisha, sú fyrsta sem þýdd er á íslensku, er reyndar fjórða bókin í bókaflokknum en hver bók er sjálfstæð saga. Þessi bókaflokkur lofar mjög góðu en bókina hefði mátt lesa mun betur yfir. Ólafur Arnarson þýddi. Krummi bókaútgáfa, 2019.

- Auglýsing -
Aisha eftir Jesper Stein.

Morðgáta á Akranesi

Þessi bók fjallar um lögreglukonuna Elmu og samstarfsmenn hennar á Akranesi sem standa frammi fyrir flókinni morðgátu. Einstæð móðir sem hvarf og var talin hafa svipt sig lífi reynist hafa verið myrt þegar lík hennar loks finnst. Þeir sem tengjast málinu virðast margir halda einhverju leyndu sem auðveldar ekki rannsóknina. Sem Skagakona hafði ég sérlega gaman af því að lesa morðsögu sem gerist í heimabæ mínum og drakk hana í mig. Þetta skemmtilega tvist sem kemur í seinni hluta bókarinnar var sannarlega óvænt og vel gert. Veröld, 2019.

Stelpur sem ljúga eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir og Guðríður Haraldsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -