Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Blésu upp blöðrur í heila viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það kemur ekki á óvart að Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútur og Kappmálsstjóri með meiru, skuli nefna atvik tengt jólatónleikum hljómsveitarinnar Baggalúts þegar hann er beðinn að rifja upp sína klikkuðustu jólaminningu. Tónleikarnir hafa lagt undir sig meirihlutann af desember hjá Braga Valdimar mörg undanfarin ár og ýmislegt klikkað gerst, en ekkert þó jafn klikkað og að flytja sérstaklega inn þrjá blöðrulistamenn frá Japan til að hressa upp á leikmyndina, segir hann.

„Klikkaðasta jólaminningin er án efa þegar við Baggalútar ákváðum að hressa örlítið upp á sviðsmyndina fyrir jólatónleikana okkar eitt árið,“ segir Bragi Valdimar án þess að þurfa að hugsa sig um.

„Til að auðvelda okkur verkið fluttum við til landsins þrjá afskaplega hæfileikaríka japanska blöðrulistamenn, alla leið frá Tókýó. Sátu þeir við í heila viku og blésu upp sérhannaðar blöðrur í hundruðatali, sem þeir fluttu með sér í gríðarstórum ferðakoffortum. Þeir hættu ekki blæstrinum fyrr en sviðið var fullskreytt glæsilegum risavöxnum blöðrutrjám, auk þess sem heill jólablöðruveggur hafði risið fyrir aftan hljóðfærin.“

„Af hverju við gerðum þetta vitum við varla sjálfir.“

Spurður hvað þeim Baggalútum hafi gengið til með þessu uppátæki verður fátt um svör hjá Braga Valdimar.

„Af hverju við gerðum þetta vitum við varla sjálfir,“ segir hann og hlær. „Og hvað blöðrulistamennirnir héldu um þetta framtak þessara íslensku jólasveina verður seint vitað. En það var vel þess virði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -