Blómakjóllinn sem hertogaynjan klæddist seldist strax upp

Margar konur taka Kate Middleton sér til fyrirmyndar þegar kemur að klæðnaði. Allt sem Kate klæðist selst eins og heitar lummur.

 

Hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, er mikil tískufyrirmynd og þær flíkur sem hún klæðist í opinberum heimsóknum virðast allar seljast eins og heitar lummur.

Ljósblái blómakjóllinn frá Emilia Wickstead sem hún klæddist í dag er engin undantekning. Sá kostar 254 þúsund krónur í vefverslun Net-A-Porter. Kjóllinn hefur rokið út síðan myndir af hertogaynjunni birtust í breskum fjölmiðlum í dag og er nú uppseldur.

Þess má geta að hönnun Emiliu Wickstead er í miklu uppáhaldi hjá hertogaynjunni.

AUGLÝSING


Kjóllinn á vef Net-A-Porter má skoða hérna.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is