Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Brúnka án sólar og vandamála

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir nota brúnkukrem til að fá hraustlegra litaraft. Árangurinn verður oft ekki eins og maður hefði helst kosið og sumir kvarta undan því að húðin verði mislit þegar til lengri tíma er litið. Það er auðvelt að forðast þessi vandamál ef brúnkukrem er notað á réttan hátt.

Áður en brúnkukrem er borið á líkamann er gott að fara í heita og góða sturtu. Það bæði mýkir og hreinsar húðina en einnig er gott að skrúbba húðina vel með kornakremi. Þetta er gert til að fjarlægja allar dauðar húðfrumur því þær hafa tilhneigingu til að drekka í sig kremið sem gerir það að verkum að brúnkukremið dreifist ekki jafnt yfir húðina og því geta komið mislitir blettir. Húðin er einnig fljótari að drekka í sig kremið ef hún er laus við þurrar og dauðar húðfrumur. Best er að nota fínkornótt skrúbbkrem því þau eru áhrifameiri.

Ef húðin er mjög þurr eftir baðið er gott að bera á hana góða húðmjólk og leyfa henni að þorna vel inn í húðina. Mælt er með því að nota húðmjólk sem inniheldur frískandi jurtir, eins og til dæmis sítrónu eða myntu. Ef húðin er þurr sumstaðar en annars staðar ekki er næsta víst að þurru blettirnir taka á sig annan lit en hinir.

Veldu brúnkukrem frá viðurkenndu merki og helst eitthvað sem þú hefur notað áður.

Margir nota hanska til að bera á sig brúnkukrem en þeir sem kjósa að gera það ekki ættu að þvo sér vel um hendurnar strax og þeir eru búnir að bera kremið á sig. Reyndu síðan að bera kremið jafnt og vel yfir allan kroppinn. Sumum þykir betra að nota froðu en krem og enn aðrir kjósa klúta. Þsnyrtingað er líka hægt að blanda þessu svolítið saman og bera fyrst á sig brúnkukrem en laga síðan bletti með klútunum. Klútarnir henta mjög vel ef fólk vill verða brúnt í andliti og margir segja að þeir séu það besta sem hægt sé að nota á fótleggina.

Nokkur ráð sem vert er að hafa í huga:

  • Passaðu að raka fótleggina og tryggja að bikinílínan sé eins og þú vilt hafa hana áður en þú berð á þig brúnkukrem. Hárin drekka í sig kremið og upplitast en hvítir blettir myndast í kringum hvert hár. Þegar þú berð brúnkukrem á andlitið skaltu reyna að forðast að láta það fara í augnabrúnirnar því bæði upplitast þær við það og eins getur kremið sest í kekki undir hárunum og skapað ljóta bletti.
  • Notaðu brúnkukrem aðeins einu sinni í viku til að byrja með. Þá er auðveldara að ná einmitt þeim lit sem þú óskar eftir. Þegar húðin er orðin vön efninu og þér hefur tekist að fá þann húðlit sem þú vilt halda er óhætt að nota kremið tvisvar til þrisvar í viku.
  • Berðu kremið á með löngum, hægum strokum. Þannig dreifist það jafnar og betur um og þornar hraðar inn í húðina.
  • Greiddu hárið vel frá andlitinu því annars getur það klesst kremið og skilið eftir rákir þegar það er fjarlægt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -