Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Dúnmjúka Englakakan frá ömmu – „Mér finnst gaman að hugsa að hún vaki yfir mér þegar ég baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni þess að fallega kökublaðið okkar kom út í vikunni deilum við hér með lesendum uppskrift úr kökublaði Vikunnar 2019.

Anna Marín töfraði fram dúnmjúka Englaköku fyrir kökublað Vikunnar í fyrra. Hún er vön að baka mikið fyrir jólin.

„Fyrir jólin baka ég einkum smákökur en mínar uppáhalds eru sörur, lakkrístoppar, snjóboltakökur og að sjálfsögðu piparkökur. Það er gaman að baka franskar makrónur sem ég geri í allskonar litum og með alls konar bragði. Ég hef alltaf elskað allt sem tengist jólunum og byrja oftast jólaundirbúninginn snemma. Uppskriftina að Englakökunni kemur frá föðurömmu minni Sigrúnu sem lést þegar ég var ungbarn. Hún var mikill sælkeri, kannski fékk ég baksturshæfileika mína frá henni en mér finnst gaman að hugsa að hún vaki yfir mér þegar ég baka,“ sagði Anna Marín um þessa fallegu köku.

Englakaka

50 g kakó
6 msk. heitt vatn
3 egg
2 msk. mjólk
175 g hveiti
1 kúfuð tsk. lyftiduft
100 g smjör við stofuhita
300 g sykur
1/2 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar

Hrærið kakóið út í heita vatnið og hrærið þar til engir klumpar eru eftir af kakóinu. Bætið mjólkinni út í. Brjótið síðan eggin og bætið út í einu í einu og hrærið vel saman. Bætið smjöri, hveiti, sykri, lyftidufti, salti og vanilludropum út í og hrærið vel en þó ekki um of því þá verður kakan of þétt í sér. Smyrjið tvö hringlaga form og klippið út bökunarpappír í
botninn. Bakið við 180°C í 30 mín. Látið botnana kólna. Losið þá síðan úr formunum og látið fullkólna áður en englakremið er sett á.

Mynd / Hákon Davíð

Englakrem

250 g sykur
4 eggjahvítur
60 ml vatn

- Auglýsing -

Setjið öll hráefnin í skál og hrærið yfir vatnsbaði þangað til sykurinn leysist upp og froða myndast. Takið af hitanum og hrærið með handþeytara eða í hrærivél í u.þ.b. sjö mínútur eða þar til verður létt og ljóst.

Finnið fínan disk til að setja kökuna á og leggið annan botninn á hann. Setjið krem ofan á kökubotninn og dreifið úr. Leggið hinn botninn yfir og setjið krem yfir kökuna og hliðar hennar.

Best er að setja kremið á rétt áður en kakan er borin fram.

- Auglýsing -

Texti / Unnur H. Jóhannsdóttir
Myndir / Hákon Davíð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -