Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ekki gaman að byrja árið á því að klikka á einhverju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, varð þjóðþekktur á einni nóttu þegar hann leysti Víði Reynisson af á upplýsingafundum þríeykisins margfræga. Hann segist eiginlega vera hættur að strengja sérstök áramótaheit, enda hafi honum hætt til að hafa þau ansi háleit og því oftast sprungið á limminu.

„Ég held ég hafi ekki strengt sérstök áramótaheit lengi,“ segir Rögnvaldur spurður hvort hann ætli að strengja áramótaheit í ár. „Á þessu ári ákváðum við konan mín að gera meira saman með strákunum okkar og nýta helgarnar enn betur til útivistar. Það hefur nokkurn veginn gengið eftir og við verið nokkuð dugleg að þvælast um fjöll og firnindi í grennd við okkur. Ég stefni að því standa mig enn betur í því á næsta ári þannig að það getur kannski flokkast undir áramótaheit.“

Ertu vanur að strengja áramótaheit?

„Ég hef stundum gert það en þegar ég var ungur maður þá kom það fyrir að þau voru mjög háleit og ekki endilega raunhæf,“ segir Rögnvaldur og brosir. „Ekki gaman að byrja árið á því að klikka á einhverju þannig að ég er eiginlega hættur því. Set frekar önnur markmið á tíma sem henta mér betur. Samkvæmt minni reynslu þá eru áramótin ekki endilega besti tíminn í að gera miklar breytingar.“

Hvaða aðferð gefst best til að standa við heitin samkvæmt þinni reynslu?

„Ef þau eru nógu skemmtileg og spennandi þá er þetta lítið mál,“ fullyrðir Rögnvaldur. „Getur verið erfitt þegar þetta er eitthvað sem þig langar ekki endilega til að gera. Líka klassískt að skrifa þau niður og að þau séu mælanleg með einhverjum hætti. Einnig er gott að setja minni vörður á leið að markmiðinu. Gott að sjá árangur og að geta verðlaunað sig á leiðinni að markmiðinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -