Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ellingsen opnar vefverslun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikilvægt að koma enn frekar til móts við þarfir viðskiptavina segir rekstrarstjóri Ellingsen.is.

Vefverslunin er ætlað að endurspegla vöruúrval verslana Ellingsen, að sögn Ásdísar Jörundsdóttur rekstrarstjóra Ellingsen.

„Það má segja að vefverslunin sé hugsuð sem viðbót við verslanir okkar á Akureyri og í Reykjavík,“ segir Ásdís Jörundsdóttir rekstrarstjóri Ellingsen.is. „Pælingin er sú að fólk geti farið inn á slóðina www.ellingsen.is annað hvort til panta af Netinu nú eða bara skoðað úrvalið áður en það kíkir í heimsókn.“

Hún segir vefverslunina fyrst og fremst endurspegla vöruúrval verslana Ellingsen. „Þarna er því að finna alls konar vörur sem tengjast hreyfingu og útiveru, svo sem fatnað á börn og fullorðna, tjöld, hjól, sæþotur, buggy bíla, græjur og margt fleira og margt fleira. Í raun allt frá skóm og upp úr – með áherslu á gæði.“

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Ellingsen hefur tekið miklum breytingum á árinu. Er vefsíðan hluti af þeim? „Já, í raun fórum við í smá naflaskoðun,“ segir hún. „Athuguðum hvað var að virka og hvað ekki og í framhaldinu ákváðum við að fækka vörflokkum og leggja frekar áherslu á það sem hefur gengið vel. Úr varð að einblína á vörur sem tengjast hreyfingu og útiveru eins og áður sagði og bjóða þannig upp á allt sem tengist útilegum, fjallgöngum, hjólreiðum og ræktinni svo dæmi séu nefnd. Við búum líka á hjara veraldar og því fátt betra en að eiga góða úlpu og vatnshelda skó í íslenska slabbveturinn.

„Það má segja að vefverslunin sé hugsuð sem viðbót við verslanir okkar  … Pælingin er sú að fólk geti farið inn á slóðina www.ellingsen.is annað hvort til panta af Netinu nú eða bara skoðað úrvalið áður en það kíkir í heimsókn.“

Með hliðsjón af þessu réðumst við í gagngerar endurbætur á verslunum okkar. Aðallega á Fiskislóð. Við sáum einfaldlega að við höfðum ekkert að gera við allt plássið þar. Þannig að við skiptum húsinu upp í nokkrar einingar og áframleigðum til annarra fyrirtækja, s.s. Gæludýra.is, Lyf og heilsu og Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur. Eftir stendur rými sem heldur miklu betur utan um starfssemina en áður.“

Verslanir Ellingsen bjóða allt sem tengist útilegum, fjallgöngum, hjólreiðum og ræktinni svo dæmi séu nefnd.

Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Rosalega góðar. Við höfum verið að fá hingað til okkar 800 til 1000 manns á hverjum einasta degi til viðbótar við okkar föstu viðskiptarvini. Fólk sem kom jafn vel ekki áður. Þannig að það er mikil dýnamík í húsinu.“

Eins og sagði segir Ásdís vefverslunina vera lið í miklum breytingum fyrirtækisins.

- Auglýsing -

„Nú til dags er auðvitað mikilvægt fyrir fyrirtæki að halda úti síðum þar sem fólk getur skoðað vöruúrvalið og pantað af Netinu og með nýju vefversluninni erum við að koma enn frekar til móts við þarfir viðskiptavina okkar og bæta þjónustuna.“

Ellingsen selur buggy bíla, sæþotur og fleiri farartæki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -