Fimmtudagur 23. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fjölnota kápan í mestu uppáhaldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur frá útskrift hannað undir eigin merki, stofnað fataverslun, unnið í leikhúsi og við kvikmyndir ásamt því að stílisera tónlistarmyndbönd en nú einblínir hún aðallega á sérsaumaðan fatnað undir fatamerkinu Another Creation.

„Ég fókusera mest á sérsaumaðan fatnað fyrir viðskiptavini samhliða því að koma fötum sem hafa verið framleidd, í sölu hér heima og erlendis. Fatamerkið mitt heitir Another Creation og er fókusinn á fjölnota fatnað sem hægt er að breyta með lítilli fyrirhöfn.“

„Nýjustu kaupin eru þessi taska frá Karl Lagerfeld sem ég keypti í París. Ég er mjög hrifin af öllu sem hann gerir og hann veitir mér mikinn innblástur sem fatahönnuður.“

Sjálf segist Ýr mest klæðast samfestingum og síðkjólum þegar hún er á leið eitthvað fínt en svartur litur er mest áberandi í fataskápnum. „Ég á endalaust af yfirhöfnum því það hefur verið aðalfókusinn hjá mér sem fatahönnuður. Yfirleitt geng ég á hælum en í sumar hafa íþróttaskórnir tekið aðeins yfir á daginn þar sem þeir eru þægilegir og í tísku. Stíllinn minn

„Þessi kjóll er eftir besta vin minn, hann Sævar Markús. Kjólinn er gerður úr útsaumuðu blómamynstri og er uppáhaldsflíkin mín þessa dagana því það eru bara til nokkur eintök í heiminum. Ég var svo heppin að fá allra fyrsta kjólinn sem var búinn til.“

er frekar klassískur en samt alltaf mjög ólíkur öllu öðru sem er í gangi því ég geng aðallega í eigin hönnun. Að mínu mati verða allar konur að eiga góðar yfirhafnir í fataskápnum sínum því það er nánast aldrei veður til að fara jakkalaus út á Íslandi. Þá er mikilvægt að eiga nokkrar fallegar yfirhafnir til skiptanna, alla vega einn leðurjakka, góða kápu, blazer og pels.“

„Sú flík sem hefur hvað tilfinningalegasta gildið hlýtur að teljast fjölnota kápan sem ég hef verið að þróa fyrir fatamerkið mitt Another Creation. Það hefur tekið langan tíma að setja hana í framleiðslu og ég er svakalega ánægð með útkomuna, hún er þeim eiginleikum gædd að það er hægt að skipta út bæði ermum og kraga fyrir nýja fylgihluti og svo er bæði hægt að hafa hana stutta og síða. Hún er búin til úr hágæða kasmírull og fóðruð með silki enda er unaðslegt að fara í hana.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -