Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gátlisti fyrir tilvonandi brúðhjón

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brúðkaup krefst alltaf mikils undirbúnings, sérstaklega þegar um stórt brúðkaup er að ræða. Hér kemur gátlisti sem kemur sér vel fyrir tilvonandi brúðhjón.

12 mánuðir til stefnu

 • Gerið fjárhagsáætlun og standið við hana.
 • Ákveðið gestafjölda og skrifið gestalista.
 • Bókið vígslustað og vígsluaðila.
 • Bókið veislusal.

8-10 mánaður til stefnu

 • Ákveðið stíl eða þema brúðkaupsins.
 • Byrjið að safna hugmyndum að skreytingum.
 • Bókið ljósmyndara og myndatökumann.
 • Bókið tónlistarmenn og/eða DJ fyrir bæði athöfn og veislu.
 • Pantið veisluþjónustu, ef hún fylgir ekki með salnum.

6-8 mánuðir til stefnu

 • Veljið veislustjóra.
 • Hefjið leitina að brúðarkjólnum.
 • Ákveðið hvar þið viljið verja brúðkaupsnóttinni og bókið.

4-6 mánuðir til stefnu

 • Bókið brúðkaupsferðina og endurnýjið vegabréfið ef þörf er á.
 • Bókið hárgreiðslu og förðun.
 • Festið kaup á brúðarkjól og fylgihlutum.
 • Pantið hringana.
 • Byrjið að safna á gjafalista í verslunum.
 • Fá vottorð um hjúskaparstöðu hjá Hagstofunni.

3 mánuðir til stefnu

- Auglýsing -
 • Pantið blómvönd og aðrar blómaskreytingar.
 • Hannið og pantið boðskort.
 • Pantið brúðartertu.
 • Byrjið að föndra skreytingar ef þið ætlið að gera það sjálf.
 • Bókið brúðarbíl eða annan fararskjóta.
 • Kaupið föt og skó fyrir brúðguma.
 • Fundið með veislustjóra um veisludagskrá.
Það borgar sig að panta tertuna snemma.

2 mánuðir til stefnu

 • Pantið photobooth.
 • Setjið boðskort í póst.
 • Farið í prufugreiðslu og -förðun.
 • Byrjið að huga að mátun og breytingum á kjólnum.
 • Kaupið nærföt, sokkabuxur og slíkt.
 • Veljið lög fyrir athöfnina og fyrsta dansinn.

1 mánuður til stefnu

 • Síðasta kjólamátun með réttum nærfötum og skóm.
 • Byrjið að ganga til skónna.
 • Mátið og sækið hringana.
 • Sendið óskalagalista á DJ eða hljómsveit sem spilar fyrir dansi.
 • Raðið gestum á borð.
 • Staðfestið endanlegan gestalista og önnur smáatriði við veisluþjónustu og sal.

1-2 vikur til stefnu

- Auglýsing -
 • Farið í klippingu, plokkun og litun, vax, brúnku o.s.frv.
 • Pakkið ofan í tösku fyrir brúðkaupsnóttina.
 • Safnið liði til að skreyta salinn.
 • Reynið að fara saman í dekur og njóta.

Daginn fyrir brúðkaupið

 • Gerið prufu með vígsluaðila og tónlistarmönnum í athöfninni.
 • Sjáið til þess að lagt verði á borð í salnum og hann skreyttur.+
 • Látið setja upp photobooth og gestabók.
 • Sjáið til þess að brúðarbíllinn verði skreyttur.

Brúðkaupsdagurinn

 • Sjáið til þess að þess að brúðarvöndurinn og blóm fyrir hnappagöt verði sótt.
 • Útnefnið aðila sem ber ábyrgð á að pakka niður gjöfunum og gestabókinni að veislunni lokinni og komi því til ykkar.
 • Slakið á, njótið og gleðjist!

Myndir / Unsplash

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -