Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Girnilegt og gott í nestið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er góður siður að venja sig á að taka nesti með í vinnu eða skóla. Það sparar tíma og peninga, og getur komið í veg fyrir að þú endir oftar en góðu hófi gegnir í bakaríinu að velja milli snúða með glassúr eða annars sætmetis. Við tókum saman nokkrar góðar nestishugmyndir.

 

Salatbar í krukku

Hollt, einfalt og girnilegt. Það er upplagt að útbúa sinn eigin salatbar til að taka með í nesti. Það er sérstaklega þægilegt að útbúa þennan rétt út frá afgöngum eða því sem til er í skápnum hverju sinni.

Hugmyndir að innihaldi: túnfiskur, egg, maís, kotasæla, ýmiskonar baunir, grænmeti, pasta og kjúklingur.

 

Meal-prepp

Fyrir þá sem vilja huga að hollustunni er stórsniðugt að gefa sér tíma, til dæmis á sunnudögum og undirbúa nesti fyrir komandi viku. Með góðu skipulagi og tilbúnum réttum minnka líkurnar á því að fara út af sporinu til muna. Séu leitarorðin slegið inn  „Meal prep“ á Instagram eða Pinterest má finna fjölmargar hugmyndir að skipulagi og girnilegum réttum.

- Auglýsing -

 

Nýbakað úr frystinum

Fátt er betra en nýbakað bakkelsi. Pizzasnúðar og skinkuhorn skora hátt á listanum yfir vinsælar nestishugmyndir á mörgum barnaheimilum. Við mælum með að baka stóra uppskrift og frysta, þá er alltaf hægt að grípa með sér gott nesti án nokkurrar fyrirhafnar.

 

- Auglýsing -

Afgangar

Klassískt – og ekki að ástæðulausu. Eldaðu örlítið umfram venjulegan skammt af kvöldmatnum og taktu frá fyrir nestið daginn eftir. Lasagna, pastaréttir, salöt, súpur; allt eru þetta réttir sem jafnvel smakkast betur daginn eftir.

 

Millimál

Yfir daginn gerir nartþörfin oft skyndilega vart við sig og þá er gott að vera tilbúinn með millimál í hollari kantinum. Nokkrar hugmyndir að slíku nesti gætu verið; hafraklattar, flatkökur, þeytingar, hnetumix, hrískökur, ávextir, skyr, harðsoðin egg.

 

 

 

 

 

Greinin birtist upphaflega í Vikunni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -