Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

 „Góð vinnustaðamenning mikilvæg gegn kulnun í starfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það fyrsta sem hverfur er gamansemin

Sveindís Anna Jóhannsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, hefur sérhæft sig í handleiðslu gegn kulnun í starfi.

Vinnutengd streita hefur á undanförnum árum aukist hjá þjóðinni og mikilvægt að grípa tímalega til aðgerða. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, hefur vakið athygli á því að handleiðsla sé öflugt verkfæri gegn kulnun í starfi.

„Birtingarmyndir kulnunar geta verið margvíslegar en eitt af því sem hverfur eða minnkar stórlega er gamansemin. Það verður allt svo alvarlegt. Ekkert er lengur skemmtilegt eða hægt að brosa að. Fólk fer einnig að einangra sig, hætta að taka þátt, vinna jafnvel í kaffi- og matartímum til að forðast samstarfsfólk. Síðan fer fólk einnig að forðast kunningja og vini og að lokum einangrar fólk sig líka frá fjölskyldunni,“ segir Sveindís í greinargóðu viðtali í 2. tölublaði Vikunnar sem kom í verslanir í dag.

Hún segir að góð vinnustaðamenning sé mikilvæg gegn kulnun í starfi. „Auknar líkur eru á kulnun ef markmið starfsins eru óljós eða mótsagnarkennd. Strangar reglur lofa ekki góðu sem og neikvætt andrúmsloft, lítið rými fyrir nýjar hugmyndir, slök stjórnun og eftirfylgd, lítil áhrif starfsmanna á eigið starf og stöðugt kapphlaup við tímann. Einnig of mörg verkefni, þegar sjaldan er hrósað fyrir vel unnin störf og þegar fjöldi undirmanna er yfir 35 manns.“

Nánar má lesa um málið í 2. tölublaði Vikunnar sem kom út í dag 11. janúar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -