Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Heilsuöpp sem óhætt er að mæla með

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í þeim hafsjó af öppum sem leynast í AppStore (iPhone) og PlayStore (Android) getur verið erfitt að finna það sem hentar þér best. Við tókum saman nokkur öpp sem öll tengjast heilsu sem óhætt er að mæla með.

Daily Burn Trainer Workouts

Þetta app er velþekkt meðal líkamsræktarunnenda og lofað af mörgum einkaþjálfurum. Þarna færðu aðgang að þúsundum æfinga, allt frá 10 mínútna löngum upp í klukkutíma. Innan þess er virkt samfélag notenda sem nýtist mörgum vel sem hvatning og stuðningur.

Keep It Cleaner

Auk þess að innihalda matarplön og hundruð uppskrifta, býður Keep it Cleaner-appið upp á 12 vikna þjálfunarprógramm, lagalista og utanumhald mælinga. Svitnaðu með HIIT-þolæfingum, boxi, jóga eða pilates-æfingum, en mundu eftir upphitunum og teygjum. Leiðbeiningar að öllu þessu má finna í Keep It Cleaner-appinu.

Yoga Wake Up

Ef þú ert ekki morgunmanneskja en langar að verða það, gæti þetta app verið svarið. Það leiðir þig í gegnum stutta jógaæfingu eða hugleiðslu, sérhannaða til að byrja daginn sem best. Mildar og þægilegar æfingar án nokkurs hamagangs.

- Auglýsing -
Smáforritið Yoga Wake Up leiðir þig í gegnum stutta jógaæfingu eða hugleiðslu.

Strava

Ef þú hleypur eða hjólar, verðurðu að ná þér í Strava. Appið skráir niður æfingarnar þínar með GPS og greinir fjarlægðir, hjartslátt og fleira. Þar getur þú einnig fundið hugmyndir að nýjum leiðum. Þetta er eins og háþróuð hjólatölva í símanum. Taktu þátt í áskorunum, deildu myndum og fylgstu með vinum þínum inni í notendasamfélagi Strava.

Sleep Cycle

- Auglýsing -

Svefn skiptir miklu máli hvað varðar heilsu okkar og vellíðan. Með notkun Sleep Cycle færð þú góða yfirsýn yfir svefnvenjur þínar og gæði svefns þíns. En það sem gerir þetta app sérstakt er að það vekur þig á morgnana þegar þú ert á léttasta stigi svefnsins, svo þegar þú vaknar ættir þú að vera rólegri, úthvíld/ur og tilbúin/n í daginn. Hljómar vel, ekki satt? Að minnsta kosti þess virði að prófa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -