Sunnudagur 14. júlí, 2024
12.4 C
Reykjavik

Hjarta hússins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldhúsið er hjarta hússins líkt og maginn er leiðin að hjarta mannsins. Skoðum hvað ber hæst í eldhústískunni um þessar mundir.

Grófar marmaraflísar
Eitt heitasta trendið í eldhúsum um þessar mundir er á sama tíma klassískt og trendí. Flísar í marmarastíl hafa verið að skjóta upp kollinum víða upp á síðkastið en mynstrið sjálft er gróft, villt og áberandi.

Gullfallegt að nota þær á milli eldhússkápa eða fyrir ofan neðri skápa og leyfa þeim njóta sín sem best eins og sjá má hér að ofan. Hér eru nokkrar guðdómlegar útfærslur.

Harðviðarval selur geggjaðar flísar í marmarastíl frá ítalska framleiðandanum Marazzi. Þær koma í stærðum frá 30×60 yfir í 120×240 cm en fermetraverðið er frá 9.500 kr.

- Auglýsing -

Dökkblár
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með í innanhússhönnun að dökkblár litur tröllríður eldhústískunni. Okkur þykir liturinn Votur frá Slippfélaginu sjúklega flottur.

Engir efriskápar
Nú er hámóðins að sleppa efri skápum í eldhúsunum og opnar hillur frekar notaðar til punts og pjatts.

- Auglýsing -

Falinn vaskur
Það þykir ferlega smart í dag að leyfa vaskinum að falla ofan í borðplötuna og nota sama efniviðinn í hvoru tveggja. Myndirnar tala sínu máli en okkur þykir þessi hönnun einstaklega falleg.

Múrsteinar
Hvítur múrveggur er bæði gamaldags og nútímalegur á sama tíma en efniviðurinn ætti ekki að kosta mikið.

Iðnaðarljós
Iðnaðarljós (e. industrial) hafa vaxið mikið í vinsældum síðustu misserin en við elskum ljósahönnun Foscarini fyrir Diesel. Þau fást hjá Lúmex hér á landi.

Þunnar borðplötur
Þunnar borðplötur eru að koma sterkt inn í innanhússhönnunartískunni sem og að nota ýmiskonar viðartegundir í eldhúsborðplötuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -