Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Hlýr staður með gott hjarta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær Gígja Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir opnuðu fyrir skömmu fyrsta kattakaffihús landsins en hugmyndina höfðu þær brætt með sér lengi.

Þær segja kaffihús af þessu tagi njóta sívaxandi vinsælda um heim allan en kattakaffihúsið er staðsett við Bergstaðastræti 10a í Reykjavík.

Ragnheiður hefur unnið lengi í markaðsstjórnun og Gígja á kaffihúsum en hún er menntaður sviðshöfundur. Þær segjast báðar vera miklir kattavinir og kettirnir hafi í raun dregið þær saman. „Við tengjumst mikið í gegnum ketti en Ragnheiður hefur til dæmis passað kisuna mína í langan tíma,“ segir Gígja og bætir við:

„Svo vill svo vel til að Helga Björnsson sem hannaði plakötin, púðana og málaði veggmyndirnar er mamma mín, og líka mikil kisuvinkona.“

Ragnheiður segir Íslendinga almennt mikla kattavinir. „Það er svo skemmtilegt að sjá hvað fólk var spennt fyrir þessu verkefni strax í upphafi. Við stofnuðum Karolina Fund-síðu og þar sáum við strax hvað það var mikill spenningur fyrir þessu. Það eru til svo skemmtilegar Facebook-síður eins og Cats of Reykjavik og Spottaði kött. Þá sér maður hvað áhuginn er mikill, sumir myndu jafnvel kalla þetta einhvers konar dellu fyrir kisum.”

„Viðtökurnar hafa í það minnsta verið góðar og okkur gengið býsna vel. Við erum mjög sáttar og þakklátar fyrir þær móttökur sem við höfum fengið og erum strax komnar með frábæran hóp af fastagestum.”

„Fólk alls staðar að úr heiminum hefur meira að segja breytt ferðalagi sínu til þess að kíkja við hjá okkur á kattakaffihúsið. En það er ekki bara kattafólk sem kemur til okkar, það er líka hundafólk og allskonar fólk sem er kannski ekki að pæla það mikið í kisunum. Það má. Það sem skiptir máli er að öllum líði vel og að kisunum líði vel.“

Viðtalið í heild má lesa í 29. tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Myndir / Aldís Pálsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -