Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Íslensk ungmenni þjást af klukkuþreytu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Sif Arnarsdóttir doktor í svefnrannsóknum segir unglinga meiri nátthrafna en fólk á öðru æviskeiði. „Á Íslandi er hærra hlutfall unglinga sem eru nátthrafnar en í löndunum sem við berum okkur saman við, líklegasta skýringin er röng staðarklukka. Við vitum að unglingar sem upplifa mikla klukkuþreytu, þ.e.a.s. misræmi á eigin líkamsklukku og sólargangs eru líklegri til að stunda fyrir áhættuhegðun svo það er til mikils að vinna að auka svefntíma þessa viðkvæma hóps. Einnig er áhyggjuefni hve mörgum íslenskum ungmennum er ávísað melatóníni en lítið er vitað um langtímaáhrif þessa lyfs sem hugsað er fyrir 55 ára og eldri.”

„Á Íslandi er hærra hlutfall unglinga sem eru nátthrafnar en í löndunum sem við berum okkur saman við, og líklegasta skýringin á þessum mun er röng staðarklukka.”

Erna Sif er formaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags en félagsmenn hafa lengi barist fyrir leiðréttingu staðarklukku Íslands í samræmi við sólargang. „Á Íslandi er hærra hlutfall unglinga sem eru nátthrafnar en í löndunum sem við berum okkur saman við, og líklegasta skýringin á þessum mun er röng staðarklukka. Um þetta leiti árs er sól hæst á lofti í Reykjavík um 13.30 og á Egilsstöðum um 13.00 í stað hádegis. Því er það þannig að þegar við vöknum kl 7 á morgnanna, er þorri Íslendinga í raun að vakna kl 5.30.”

Ítarlegt viðtal við Ernu má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Íris Hauksdóttir

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -