2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kápa og strigaskór, skyldueign í skápnum

„Plain gulllituðu hoops-eyrnalokkarnir mínir eru í miklu uppáhaldi og svo Vera Design-eyrnalokkarnir mínir en ég hef notað þá nánast daglega síðan ég fékk þá.“

Sunneva Sif Jónsdóttir bar sigur úr býtum sem fyrsta Queen Beauty Universe og undirbýr sig fyrir keppnina sem haldin verður í Valencia nú í lok nóvember. Að hennar mati þurfa allar konur að eiga fallega kápu og flotta strigaskó.

„Ég hef alltaf verið frekar mikil strákastelpa, elskað hettupeysur og strigaskó,“ segir Sunneva þegar hún er beðin um að lýsa sínum persónulega stíl. „En mér finnst líka alltaf gaman að hafa mig til og vera fín annað slagið.

Efst á mínum óskalista þessa stundina eru Billi bi-ökklaskór sem ég sá í GS skóm nú fyrir stuttu en svo langar mig líka í einhverja fallega kápu fyrir haustið. Að mínu mati ættu allar konur að eiga fallega kápu í fataskápnum sínum sem og flotta strigaskó.

„Leðurjakkinn er óumdeilanlega mín uppáhaldsflík en hann er frá Pull and Bear. Hann er oversized og passar við allt. Leitaði lengi að hinum fullkomna leðurjakka og fann hann svo loksins á Asos og var í skýjunum.“

AUGLÝSING


Hér á Íslandi finnst mér skemmtilegast að versla í Zöru en annars skoða ég líka mikið á Netinu, á Asos. Þegar ég ferðast í útlöndum kíki ég alltaf í Monki, Bershka og Urban Outfitters.“

Aðspurð hvaða konur veiti Sunnevu innblástur nefnir hún fyrst Emmu Watson. „Hún er mögnuð kona en tískulega séð myndi ég segja Gigi Hadid.“


„Sú flík sem hefur mesta tilfinningalega gildið er stúdentskjóllinn minn.“

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is